Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 96

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 96
 Giorgio Agamben Möldinn – í raun allt mannkyn – er á staðnum, en það er ekki hægt að sjá hann, vegna þess að dómurinn varðar eina manneskju, eitt líf: nákvæmlega þetta og ekkert annað. Og hvenær hefur þetta líf, þessi manneskja, verið valin úr Möld- anum, fönguð og gerð ódauðleg af engli hins efsta dóms – sem er einnig engill ljósmyndunar? Á meðan hann framkvæmir hina hversdagslegustu og venjuleg- ustu athöfn, það að láta pússa skóna sína. Á ögurstundu er maðurinn, sérhver maður, að eilífu á valdi smæstu og hversdagslegustu athafnar sinnar. Og þó, þökk sé ljósmyndalinsunni, er sú athöfn nú hlaðin þunga heils lífs; þetta ómerkilega eða jafnvel heimskulega augnablik safnar og þjappar saman í sjálfu sér merkingu heillar tilvistar. Ég held að leynilegt samband sé á milli athafnar og ljósmyndunar. Máttur athafnarinnar til að kalla fram og taka saman gríðarlegt magn himneskra krafta býr í linsu myndavélarinnar og á sinn stað, sitt tilvalda augnablik, í ljósmyndun. Walter Benjamin skrifaði eitt sinn að túlkun Juliens Green á persónum sínum væri hlaðin örlögum, að hann festi þær í óafturkallanleika helvítis hinum meg- in.7 Ég held að helvítið sem hér um ræðir sé heiðið, ekki kristið. Í Hades endur- taka skuggar hinna dauðu sömu athöfnina ad infinitum: Ixíon snýst á hjólinu sínu; Danausdætur reyna árangurslaust að bera vatn í hripi. En það er ekki refsing; hina heiðnu skugga er ekki hægt að leggja að jöfnu við hina fordæmdu. Hér er hin eilífa endurtekning dulmál ákveðins apokatastasis, hinnar óendanlegu ítrekunar tilvistarinnar. Góður ljósmyndari veit hvernig hann á að fanga hið heimsslitafræðilega eðli athafnarinnar – án þess þó að taka neitt frá því sögulega eða einstaka við atburð- inn sem hann festir á ljósmynd. Ég er að hugsa um bréfaskiptin á milli Dondero og Capa í stríðinu eða ljósmyndina af Austur-Berlín sem var tekin ofan af þakinu á Reichstag daginn fyrir fall Berlínarmúrsins. Eða ljósmyndina (fræga að verð- leikum) sem Dondero tók af nouveau roman-rithöfundunum – Nathalie Sarraute, Samuel Beckett, Claude Simon, Alain Robbe-Grillet – fyrir utan skrifstofur Éditions de Minuit árið . Allar bera þessar ljósmyndir með sér augljósar sögulegar vísbendingar, óafmáanlega tímasetningu, og þó, þökk sé hinum sér- staka mætti athafnarinnar, skírskota þessar vísbendingar nú til annars tíma sem er raunverulegri og brýnni en nokkur samfelldur tími. En það er önnur hlið á ljósmyndum sem ég hef dálæti á og verð að fá að nefna. Hún tengist ákveðinni kröfu: sjálfsveran sem er sýnd á ljósmyndinni krefst ein- hvers af okkur. Hugtakið krafa er sérstaklega mikilvægt og má ekki rugla saman við nauðsyn byggða á staðreyndum. Jafnvel þótt manneskjan sem fest var á filmu sé fullkomlega gleymd í dag, jafnvel þótt nafni hennar hafi að eilífu verið eytt úr mannlegu minni – eða, í raun og veru, nákvæmlega vegna þess – kreMast mann- eskjan og andlitið nafns síns; þau kreMast þess að falla ekki í gleymskunnar dá. Benjamin hlýtur að hafa haft eitthvað þessu líkt í huga þegar hann skrifaði, með tilvísun í ljósmyndir eftir David Octavius Hill, að myndin af fiskikonunni  [Walter Benjamin, „Julien Green“, Selected Writings, Vol. /, %&/-–%&1+, ritstj. Michael W. Jennings, Howard Eiland og Gary Smith. Rodney Livingstone þýddi (Cambridge: Harvard University Press, ), bls. . – "#!.] Hugur 2013-4.indd 96 23/01/2014 12:57:28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.