Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 96
Giorgio Agamben
Möldinn – í raun allt mannkyn – er á staðnum, en það er ekki hægt að sjá hann,
vegna þess að dómurinn varðar eina manneskju, eitt líf: nákvæmlega þetta og
ekkert annað. Og hvenær hefur þetta líf, þessi manneskja, verið valin úr Möld-
anum, fönguð og gerð ódauðleg af engli hins efsta dóms – sem er einnig engill
ljósmyndunar? Á meðan hann framkvæmir hina hversdagslegustu og venjuleg-
ustu athöfn, það að láta pússa skóna sína. Á ögurstundu er maðurinn, sérhver
maður, að eilífu á valdi smæstu og hversdagslegustu athafnar sinnar. Og þó, þökk
sé ljósmyndalinsunni, er sú athöfn nú hlaðin þunga heils lífs; þetta ómerkilega
eða jafnvel heimskulega augnablik safnar og þjappar saman í sjálfu sér merkingu
heillar tilvistar.
Ég held að leynilegt samband sé á milli athafnar og ljósmyndunar. Máttur
athafnarinnar til að kalla fram og taka saman gríðarlegt magn himneskra krafta
býr í linsu myndavélarinnar og á sinn stað, sitt tilvalda augnablik, í ljósmyndun.
Walter Benjamin skrifaði eitt sinn að túlkun Juliens Green á persónum sínum
væri hlaðin örlögum, að hann festi þær í óafturkallanleika helvítis hinum meg-
in.7 Ég held að helvítið sem hér um ræðir sé heiðið, ekki kristið. Í Hades endur-
taka skuggar hinna dauðu sömu athöfnina ad infinitum: Ixíon snýst á hjólinu sínu;
Danausdætur reyna árangurslaust að bera vatn í hripi. En það er ekki refsing; hina
heiðnu skugga er ekki hægt að leggja að jöfnu við hina fordæmdu. Hér er hin
eilífa endurtekning dulmál ákveðins apokatastasis, hinnar óendanlegu ítrekunar
tilvistarinnar.
Góður ljósmyndari veit hvernig hann á að fanga hið heimsslitafræðilega eðli
athafnarinnar – án þess þó að taka neitt frá því sögulega eða einstaka við atburð-
inn sem hann festir á ljósmynd. Ég er að hugsa um bréfaskiptin á milli Dondero
og Capa í stríðinu eða ljósmyndina af Austur-Berlín sem var tekin ofan af þakinu
á Reichstag daginn fyrir fall Berlínarmúrsins. Eða ljósmyndina (fræga að verð-
leikum) sem Dondero tók af nouveau roman-rithöfundunum – Nathalie Sarraute,
Samuel Beckett, Claude Simon, Alain Robbe-Grillet – fyrir utan skrifstofur
Éditions de Minuit árið . Allar bera þessar ljósmyndir með sér augljósar
sögulegar vísbendingar, óafmáanlega tímasetningu, og þó, þökk sé hinum sér-
staka mætti athafnarinnar, skírskota þessar vísbendingar nú til annars tíma sem
er raunverulegri og brýnni en nokkur samfelldur tími.
En það er önnur hlið á ljósmyndum sem ég hef dálæti á og verð að fá að nefna.
Hún tengist ákveðinni kröfu: sjálfsveran sem er sýnd á ljósmyndinni krefst ein-
hvers af okkur. Hugtakið krafa er sérstaklega mikilvægt og má ekki rugla saman
við nauðsyn byggða á staðreyndum. Jafnvel þótt manneskjan sem fest var á filmu
sé fullkomlega gleymd í dag, jafnvel þótt nafni hennar hafi að eilífu verið eytt úr
mannlegu minni – eða, í raun og veru, nákvæmlega vegna þess – kreMast mann-
eskjan og andlitið nafns síns; þau kreMast þess að falla ekki í gleymskunnar dá.
Benjamin hlýtur að hafa haft eitthvað þessu líkt í huga þegar hann skrifaði,
með tilvísun í ljósmyndir eftir David Octavius Hill, að myndin af fiskikonunni
[Walter Benjamin, „Julien Green“, Selected Writings, Vol. /, %&/-–%&1+, ritstj. Michael W. Jennings,
Howard Eiland og Gary Smith. Rodney Livingstone þýddi (Cambridge: Harvard University
Press, ), bls. . – "#!.]
Hugur 2013-4.indd 96 23/01/2014 12:57:28