Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 46
Geir Sigur!sson
„Æðsta manneskjan er án sjálfs“ segir Zhuangzi á öðrum stað. Það merkir ekki
að sjálfið sé ekki til staðar, að það sé horfið eða því hafi verið eytt, heldur að
það sé stillt saman við aðra þætti í sérhverri athöfn. Æðsta manneskjan, sú sem
nær raunverulegum árangri í samskiptum sínum við umhverfi sitt, gleymir sjálfri
sér, gleymir sjálfi sínu, verður hlutur á meðal hlutanna, ferli á meðal ferlanna, og
hrærist í takt við þessi ferli og heildarrás veraldarinnar. Í skýringu sinni á þess-
ari daoísku hugmynd segir A. C. Graham að undir vissum kringumstæðum sé
„sérlega hættulegt að vera meðvitaður um sjálfan sig. […] Sá sem býr yfir huga
sem endurspeglar beinlínis kringumstæður hans er ómeðvitaður um eigið sjálf og
gerir því engan greinarmun á hættu og ávinningi, athafnar sig af algeru öryggi og
ekkert stendur í vegi fyrir honum.“20 Eins og þegar hefur komið fram er árang-
urinn auðvitað jafnframt bundinn því hvort viðkomandi nái að skynja líkamlega
og andlega getu sína og takmarkanir með raunsæjum hætti.
3. Sjálf og sköpun
Sjálfsgleymskan sem felst í því að láta sjálfsvitundina góssa og líða um ævintýra-
legan veruleikann sem við erum einn liður í er einnig lykillinn að skapandi lífs-
ferli. Fræg er sagan úr Zhuangzi af draumnum og fiðrildinu:
Eitt sinn var Zhuang Zhou að dreyma – og þá var hann fiðrildi, flögrandi
fiðrildi, sátt við sjálft sig og í samræmi við tilhneigingar sínar. Fiðrildið
hafði ekki hugmynd um Zhuang Zhou. Skyndilega vaknaði það – og þá
var það algerlega orðið Zhuang Zhou. Það er engin leið að vita hvort
Zhuang Zhou hafi orðið að fiðrildi í draumi eða hvort fiðrildið hafi orðið
að Zhuang Zhou í draumi. Það er til Zhuang Zhou og það er til fiðrildi,
þannig að einhver greinarmunur hlýtur að vera á þeim. Það er þetta sem
kennt er við umbreytingar fyrirbæranna.21
Vestrænir túlkendur þessarar stuttu en heillandi sögu hafa hneigst til að sjá í
henni tjáningu greinarmunarins á sýnd og reynd, þema sem við kynnumst hjá
gríska meistaranum Platoni og hefur gengið eins og rauður þráður í gegnum
vestræna heimspeki- og vísindasögu. Þá er gengið út frá því að Zhuang Zhou sé
fulltrúi raunveruleikans og að fiðrildið hafi verið tálsýn. En hér er ekki um að ræða
slíkan greinarmun. Fyrst ber að nefna að Zhuangzi notar vísvitandi eiginnafn sitt,
Zhuang Zhou, til að geta vísað til sjálfs sín með jafn miklu íhlutunarleysi, eða
jafnvel „hlutlægni“, og til fiðrildisins. Einnig ber að athuga að fiðrildið veit ekkert
um tilvist Zhuang Zhou. Það er einfaldlega fiðrildi sem flögrar um, „sátt við sjálft
sig og í samræmi við eigin tilhneigingar“. Skyndilega er fiðrildið orðið – algerlega
– að Zhuang Zhou. Og við vitum ekki hvort er raunveruleiki eða hvort það sé
yfirhöfuð einhvers konar raunveruleiki til aðgreiningar frá sýndarveruleika. Hið
Graham : .
Zhuangzi .–; Mair : .
Hugur 2013-4.indd 46 23/01/2014 12:57:25