Hugur - 01.01.2013, Side 46

Hugur - 01.01.2013, Side 46
 Geir Sigur!sson „Æðsta manneskjan er án sjálfs“ segir Zhuangzi á öðrum stað. Það merkir ekki að sjálfið sé ekki til staðar, að það sé horfið eða því hafi verið eytt, heldur að það sé stillt saman við aðra þætti í sérhverri athöfn. Æðsta manneskjan, sú sem nær raunverulegum árangri í samskiptum sínum við umhverfi sitt, gleymir sjálfri sér, gleymir sjálfi sínu, verður hlutur á meðal hlutanna, ferli á meðal ferlanna, og hrærist í takt við þessi ferli og heildarrás veraldarinnar. Í skýringu sinni á þess- ari daoísku hugmynd segir A. C. Graham að undir vissum kringumstæðum sé „sérlega hættulegt að vera meðvitaður um sjálfan sig. […] Sá sem býr yfir huga sem endurspeglar beinlínis kringumstæður hans er ómeðvitaður um eigið sjálf og gerir því engan greinarmun á hættu og ávinningi, athafnar sig af algeru öryggi og ekkert stendur í vegi fyrir honum.“20 Eins og þegar hefur komið fram er árang- urinn auðvitað jafnframt bundinn því hvort viðkomandi nái að skynja líkamlega og andlega getu sína og takmarkanir með raunsæjum hætti. 3. Sjálf og sköpun Sjálfsgleymskan sem felst í því að láta sjálfsvitundina góssa og líða um ævintýra- legan veruleikann sem við erum einn liður í er einnig lykillinn að skapandi lífs- ferli. Fræg er sagan úr Zhuangzi af draumnum og fiðrildinu: Eitt sinn var Zhuang Zhou að dreyma – og þá var hann fiðrildi, flögrandi fiðrildi, sátt við sjálft sig og í samræmi við tilhneigingar sínar. Fiðrildið hafði ekki hugmynd um Zhuang Zhou. Skyndilega vaknaði það – og þá var það algerlega orðið Zhuang Zhou. Það er engin leið að vita hvort Zhuang Zhou hafi orðið að fiðrildi í draumi eða hvort fiðrildið hafi orðið að Zhuang Zhou í draumi. Það er til Zhuang Zhou og það er til fiðrildi, þannig að einhver greinarmunur hlýtur að vera á þeim. Það er þetta sem kennt er við umbreytingar fyrirbæranna.21 Vestrænir túlkendur þessarar stuttu en heillandi sögu hafa hneigst til að sjá í henni tjáningu greinarmunarins á sýnd og reynd, þema sem við kynnumst hjá gríska meistaranum Platoni og hefur gengið eins og rauður þráður í gegnum vestræna heimspeki- og vísindasögu. Þá er gengið út frá því að Zhuang Zhou sé fulltrúi raunveruleikans og að fiðrildið hafi verið tálsýn. En hér er ekki um að ræða slíkan greinarmun. Fyrst ber að nefna að Zhuangzi notar vísvitandi eiginnafn sitt, Zhuang Zhou, til að geta vísað til sjálfs sín með jafn miklu íhlutunarleysi, eða jafnvel „hlutlægni“, og til fiðrildisins. Einnig ber að athuga að fiðrildið veit ekkert um tilvist Zhuang Zhou. Það er einfaldlega fiðrildi sem flögrar um, „sátt við sjálft sig og í samræmi við eigin tilhneigingar“. Skyndilega er fiðrildið orðið – algerlega – að Zhuang Zhou. Og við vitum ekki hvort er raunveruleiki eða hvort það sé yfirhöfuð einhvers konar raunveruleiki til aðgreiningar frá sýndarveruleika. Hið  Graham : .  Zhuangzi .–; Mair : . Hugur 2013-4.indd 46 23/01/2014 12:57:25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.