Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 143

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 143
 Hlutverk heimspekingsins í opinberu lífi  skiptir. En skilaboðin eru þau sömu allt frá Sókratesi til Spinoza og Sartre: Til þess að lifa lífi sem er einhvers virði verðum við að þroska hugsun okkar um það sem skiptir raunverulega máli í heiminum og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Hvert er viðhorf almennrar skynsemi til þessa hlutverks heimspekingsins? Það hefur ætíð verið hið sama og er það enn: Fólk kærir sig ekki um þau hinstu rök sem heimspekingarnir hvetja til að leitað sé eftir. Það sem það kærir sig um eru hversdagsleg og veraldleg verðmæti á borð við auð, frægð og völd. Fólk vill vera hamingjusamt, njóta lífsins á meðan það getur og án of mikillar fyrirhafnar, án þess að brjóta heilann um sannleika, réttlæti og „æðri hluti“ sem enginn skilur í raun. Og það vill geta mótað eigin afstöðu án þess að þurfa að taka nokkurn þátt í gagnrýninni umræðu um viðfangsefnið! Hvernig eigum við að bregðast við þessari hefðbundnu afneitun á skilaboðum heimspekingsins? Ég hef þrjár tillögur að svari: () Í fyrsta lagi – og þessi vísa verður aldrei of oft kveðin – sýnir heimspeking- urinn fólki að því er frjálst að ákveða það sem það vill. Gerist manneskja heim- spekingur þá er það að eigin vali. Með því að opinbera ákvörðun sína leiðir hún fólki fyrir sjónir að það getur tekið sömu ákvörðun eða einhverja aðra. Því er frjálst að eltast við veraldleg gæði, líkt og auð, en það getur líka sóst eftir réttlæti eða sannleika eða frelsi eða ást eða hverju sem er. () Önnur tillaga mín er þessi: Almenn skynsemi veit – vegna þess að frá örófi alda hafa heimspekingar kennt henni nokkuð sem einnig er að finna í mörgum trúarbrögðum – að fólk sem sækist eingöngu eftir veraldlegum gæðum og gefur lítið fyrir réttlæti eða grundvallarmerkingu sé ólíklegt til að öðlast ánægju og hamingju í eigin lífi. Sú skoðun að fólk kæri sig aðeins um veraldleg gæði er vafasöm svo ekki sé meira sagt – og það veit almenn skynsemi mætavel! () Þetta leiðir okkur að þriðju tillögu minni. Margir sem eru algjörlega niður- sokknir í eftirsókn sína eftir auði, frægð og völdum vita innst inni – og jafnvel býsna vel – að þetta er ekki lífið sem þeir vilja lifa. Þeir átta sig á því að í raun eru það ytri aðstæður sem knýja þá til að einbeita sér að þessum gæðum í stað listrænna, siðferðilegra eða andlegra gæða. Þetta fólk leitar gjarnan í skjól heim- spekinnar þegar það fer að yfirvega eigin aðstæður og ástandið í þeim heimi sem það byggir. Hér stöndum við frammi fyrir þriðju fullyrðingunni um hlutverk heimspek- ingsins: Hann gagnr#nir eigin samtíma í ljósi hugsjóna hagn#trar skynsemi. Enn á ný getum við leitað til Sókratesar eftir leiðsögn því hann gagnrýndi einmitt eigið samfélag og stjórnarhætti þess. Að sjálfsögðu hafa ólíkir heimspekingar haft talsvert mismunandi viðhorf til samfélagsins, hlutverka ríkisins, eðlis almannahags og fleiri atriða af þeim toga. En grundvallarboðskapur þeirra hefur verið sá sami: Samfélagið verður að til- einka sér meiri rökvísi og heimspekin ætti að taka þátt í að þróa mælikvarða á gott samfélag: samfélag sem mun endast og er þess virði að leggja í hendur komandi kynslóða. Þrátt fyrir ýmsan ágreining sín á milli hafa allir mestu heimspekingar sögunnar látið sig hugsjónir hagnýtrar skynsemi varða – svo sem réttlæti, frelsi, Hugur 2013-4.indd 143 23/01/2014 12:57:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.