Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 98
H | . , | . –
Jean-Luc Nancy
Vegsummerki listarinnar1
Hvað er það sem eftir lifir af listinni? Kannski bara slóð hennar, vegsummerkin.
Það er í það minnsta umhugsunarefni okkar nú, enn einu sinni. Með því að leggja
til að yfirskrift þessa fyrirlestrar verði „Vegsummerki listarinnar“ (Le vestige de
l ’art) hef ég aðeins eitt í huga: Með því að halda því fram að það eina sem eftir
lifi af listinni sé farvegurinn – hverful slóð og nær ómerkjanleg brot – vonast ég
til að geta leitt okkur á slóðir sjálfrar listarinnar, eða í það minnsta á slóðir ein-
hvers sem nálgaðist kjarna hennar, ef við gefum okkur þá tilgátu að það sem eftir
standi sé jafnframt það sem veitir mesta vi!námi!. Síðan þurfum við að spyrja
okkur þeirrar spurningar hvort þessi kjarni falli ekki undir skilgreiningu slóð-
arinnar og hvort listin sýni ekki best eigið inntak og átakasvæði þegar hún gerir
sig að eigin ummerkjum. Þetta merkir að þegar listin hefur yfirgefið mikilfengleik
þeirra verka sem skapa heima, þá virðist sem hún sé liðin hjá þar sem hún sýni
ekki annað en eigin farveg. Þetta verður viðfangsefni okkar hér í dag, við munum
kanna til þrautar hvað felist í vegsummerkjunum [le vestige].
Við erum stödd hér í Jeu de Paume-safninu, þar sem þið hafið kvatt mig til að
ræða málefni samtímalistarinnar – á þessum undarlega stað þar sem listin gerir
ekki annað en að fara hjá. Það sem eftir situr er hið liðna, umgangurinn á milli
vettvangs nærveru og lífs sem listin á í flestum tilfellum ekki afturkvæmt til. (En
kannski er safnið ekki „staður, heldur saga“ eins og Jean-Louis Déotte hefur sagt,2
samheiti sem er vettvangur umferðarinnar sem slíkrar, gegnumstreymisins frekar
en fortíðarinnar; vettvangur ummerkjanna).
Hvarvetna spyrja menn sig, á milli vonar og ótta, hvort list okkar tíma sé ennþá
list. Þetta eru aðstæður fullar af fyrirheitum, andstætt því sem bölsýnisfólkið
heldur fram, því þær sýna að fólk er enn að velta fyrir sér hvað listin sé. Eða með
öðrum og veigameiri orðum, hver sé kjarni hennar. Orðið kjarni er þungavigtar-
orð sem kann hugsanlega að vekja þá grunsemd hjá einhverjum að með því sé
heimspekin að taka sér vissan skilgreiningar- eða eignarrétt. En við ætlum okkur
Greinin er byggð á fyrirlestri sem Nancy hélt í Jeu de Paume-safninu í París og heitir á
frummálinu „Le vestige de l’art“, sjá Jean-Luc Nancy, Les Muses, . útg., París, Galilée , bls.
–. Þýðingin er gerð úr ítölsku og er hér birt með góðfúslegu leyfi Éditions Galilée.
J.-L. Déotte, Le Musée, l ’origine de l ’esthétique, París, L’Harmattan, .
Hugur 2013-4.indd 98 23/01/2014 12:57:28