Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 86
Ingimar Ólafsson Waage, Kristján Kristjánsson og Amalía Björnsdóttir
spurðir hvort þeir hvetji nemendur til að meta atburði hlutlægt og gagnrýnið;
segjast gera það mjög oft e!a alltaf.
Þátttakendur voru spurðir hvort þeir forðist að ræða umdeild mál, stjórnmál
eða trúmál við nemendur. Kennarar segjast forðast að ræða umdeild mál mjög oft
eða alltaf í tilfella, segjast alltaf eða mjög oft forðast að ræða trúmál og
segjast mjög oft eða alltaf forðast að ræða stjórnmál.
Konur eru líklegri () en karlar () til að segjast mjög oft eða alltaf virða
hugmyndir nemenda sinna. Karlar hvetja nemendur síður til að hlusta á skoðanir
hvers annars en kvenna sögðust hvetja nemendur til þess mjög oft eða alltaf
á móti karla.
Tengsl voru milli skólastiga og svara kennara við þremur staðhæfingum. Kenn-
arar á yngsta stigi () og miðstigi () voru líklegri en starfsfélagar þeirra á
unglingastigi () til að segjast láta nemendur finna að þeir virði hugmyndir
þeirra. Sömu sögu er að segja af hvatningu til nemenda um að hlusta á skoðanir
hvers annars því minna virðist vera gert af slíku eftir því sem nemendur eru eldri.
Þegar trúmálin eru annars vegar halda kennarar á unglingastigi sig frekar til hlés
en starfsfélagar þeirra á yngri stigum. Hlutfall kennara á unglingastigi sem segjast
oft, mjög oft eða alltaf forðast að ræða trúmál er , á miðstigi er það komið niður
í og á yngsta stigi .
Bæði jákvæð og neikvæð innbyrðis tengsl komu í ljós þegar skoðuð voru svör
kennara við staðhæfingum um hvernig þeir efldu lýðræðisþroska nemenda. Eink-
um var sterk jákvæð innbyrðis fylgni milli sex staðhæfinga: hvatningar til nem-
enda um hlutleysi og gagnrýni, tækifæra sem kennarar gefa nemendum til að
tjá eigin skoðanir, virðingar við hugmyndir nemenda, hvatningar til nemenda til
skoðanamyndunar, kynningar á fleiri en einni hlið á málefnum og hvatningar til
nemenda að hlusta á skoðanir hvers annars. Athygli vekur að einnig má sjá all-
sterka jákvæða fylgni milli staðhæfinga um a) tilsögn kennara um rétt og rangt í
siðferðilegum efnum og þess að hvetja nemendur til að vera hlutlægir og gagn-
rýnir og b) tækifæra nemenda til að tjá eigin hug og virðingu kennara við hug-
myndir þeirra.
Það sem vakti þó mesta athygli var neikvæð fylgni milli þriggja staðhæfinga um
að kennarar forðist að ræða umdeild mál, stjórnmál eða trúmál annars vegar og
annarra staðhæfinga sem ætlað var að kanna áhrif kennara á lýðræðisþroska nem-
enda hins vegar. Staðhæfingarnar um umdeild mál, stjórnmál og trúmál sýndu
allar neikvæða fylgni við staðhæfingar um hvatningu nemenda til að mynda sér
skoðanir og til að kynna sér fleiri en eina hlið á málefnum fyrir nemendum. Þetta
þýðir að því meira sem kennarar forðuðust að ræða umdeild mál, stjórnmál eða
trúmál því minna hvöttu þeir nemendur til að mynda sér eigin skoðanir og því
sjaldnar kynntu þeir fyrir nemendum fleiri en eina hlið á viðfangsefnum. Að forð-
ast umræður um umdeild mál og trúmál sýndi einnig neikvæða fylgni við þau
tækifæri sem kennarar sögðust veita nemendum til að tjá skoðanir sínar og við þá
hvatningu sem þeir veittu nemendum til að hlusta á skoðanir hvers annars.
Þegar bornar voru saman innbyrðis staðhæfingar um áhrif nemenda á skólastarf,
lýðræðislega hugsun nemenda og áhrif kennara á lýðræðisþroska nemenda kom
Hugur 2013-4.indd 86 23/01/2014 12:57:27