Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 70

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 70
 Hlynur Helgason því. Ein líkleg skýring ólgunnar eru viðbrögð við því að utanaðkomandi gestur fámennrar listaelítu í bænum taldi sér fært að skrifa ruddalegan texta á áberandi vegg í bænum. Við þetta bætist að almennt þótti fólki „verkið“ ekki vera sann- færandi listaverk; það féll ekki að formgerð listhugsunar almennings þegar Hlyn- ur leitaði í hráan myndheim illa útærðs graffítís með útfærslu sína. Mótmælin beindust því bæði að því að verkið særði fagurfræðilega kennd fólks og var móðg- andi gagnvart skoðunum stórs hluta bæjarbúa. Verkið móðgaði rúman þriðjung íbúanna sem talist gæti til þess minnihluta í bænum sem voru stuðningsmenn Bush, hóps sem vel að merkja hafði að miklu leyti þurft um langa hríð að sætta sig við að vera í minnihluta í stjórnmálum bæjarins. Þetta fólk taldi sig eiga rétt á sinni skoðun. Þess vegna mætti segja að því hafi réttilega verið misboðið þegar þessi útlendingur skipti sér af málum á þennan hátt. Einnig má leiða líkur að því að almenn óánægja hafi komið fram hjá stuðningsmönnum demókrata vegna þess að þeim hafi verið misboðið fyrir hönd granna sinna sem voru á annarri sko!un en $eir sjálfir; að þeim hafi ekki þótt við hæfi að ráðast svo freklega gegn sannfæringu samborgara sinna. Það er því hægt að greina flóknar ástæður á bak við viðbrögðin sem verkið vakti. Þessar ástæður leiddu til þess að bæjaryfirvöld báðu um að verkið yrði hulið og sæist ekki beint frá götunni. Þessar ástæður leiddu einnig til þess að fólki misbauð hvernig Hlynur túlkaði mótmælin með eigin ritskoðun á verkinu. Verkið hafði því, án þess að það hafi verið ætlunin, þau áhrif að skipa fólki með ólíkar stjórn- málaskoðanir saman í andstöðu við sig. Þessi skipan birtist einnig í andstöðu gegn yfirlætislegum viðhorfum lista- og menntaelítunnar sem Hlynur stóð fyrir (án þess að það hafi heldur verið ætlunin). Fólkið gat verið almennt sammála, í þessari skipan sinni, um ljótleika verksins og smekkleysi. Þótt meirihluti íbúa væri í anda sammála Hlyni á móti George W. Bush þá studdu þeir pólítíska andstæðinga sína þegar þeir andmæltu þeirri ómálefnalegu framsetningu sem segja má að hafi birst í verki Hlyns. Því fólki var misboðið þegar verkið var „leiðrétt“ vegna þess að leið- réttingin sýndi ekki skilning á flókinni skipan mála í bænum, heldur lét sem þær pólitísku hugmyndir sem um væri að ræða væru einfaldar og einfeldningslegar. Það var í því yfirlæti sem Hlynur skipaði sér, ómeðvitað, í sveit með listaelítu bæjarins. Hann skipaði sér með þessum aðkomumönnum sem almenningi fannst telja sig yfir sig hafinn í skjóli menningar, skynsemi og menntunar. Það sem verkið birti, í þeirri atburðarás sem það leiddi af sér óafvitandi, var því að endingu hversu flókin og áhugaverð margræðnin getur verið í skipan málefnalegrar hugsunar hjá almenningi. Þetta er því viss áminning til þeirra sem láta málefni lýðræðisumbóta til sín taka; að skoða vel þær flóknu og margræðu forsendur sem liggja að baki lýðræðislegrar skipanar, í tengslum við umræðu og afstöðu fólks. Í verki Óskar Vilhjálmsdóttur, Eitthva! anna!, var markmiðið, líkt og hjá Hlyni, að vekja umræðu. Verkið fór fram í Gallerí Hlemmi í Reykjavík árið . Þar kaus hún að snúa frá hefðbundinni aðferð myndlistar og gera í staðinn verk sem var í reynd félagslegur gjörningur. Myndræn framsetning verksins var þó nokkur; hún einkenndist af því komið var upp huggulegri fundaaðstöðu innan rýmis gallerísins og málað með grófu letri „Eitthvað annað“ á glugga þess þann- Hugur 2013-4.indd 70 23/01/2014 12:57:26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.