Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 32
Stefán Snævarr
halda m.a. vegna þess að þeir hljóta að láta sig miklu varða hvernig líf þeirra í
heild er. Því lifir máttugur metandi ekki í augnablikinu.
Að láta sig varða líf sitt sem heild er að líta á líf sitt sem eitthvað sem hefur
frásagnareiningu með tilheyrandi sögufléttu, segir Taylor. Líf þeirra hafi ákveðið
samþættandi stef (e. thematic unity).31 Að skilja eigið líf sem sögu sé ekki óþarfa
munaður fremur en það að sækjast eftir hinu góða (að vera maður sé að sækjast
eftir gæðum). Við getum ekki vitað hver við erum nema við höfum einhverja
hugmynd um hvernig við höfum orðið að þeim sem við erum og á hvaða leið við
séum. Til að öðlast skilning á þessu þörfnumst við sjónarhorns frásögunnar. Við
skiljum líf okkar sem sögur er halda áfram að gerast (e. unfolding stories). Þessar
sögur ljá fortíð okkar merkingu og marka framtíðarstefnu okkar.32 Í ofanálag er
sem líf okkar renni í farvegi, annað hvort í áttina að eða frá verðmætum sem okk-
ur eru mikilvæg (e. strongly valued goods). Þessi hreyfing í siðarými (e. moral space)
er stefið í lífshlaupi okkar, samanber orðasambandið „thematic unity“.33 Þannig er
sjálfsemd hins máttuga metanda frásöguleg.
Þótt veiki metandinn hafi ekki fullmótað frásögulegt sjálf þarf hann á frásögu-
legum skilning að halda til að skilja atburði lífsins. Kramer telur t.d. að maður
sem hann sér á flugvelli sé náungi sem skuldi honum peninga og gerir allt til að fá
skuldina endurgreidda. Hann segir vini sínum George söguna um hvernig þessi
maður hafi stungið af með féð endur fyrir löngu. Án slíkra frásagna gæti ekki
Kramer lifað þótt hann hafi ekki samvisku og siðferðilegan metnað, gagnstætt
máttugum metendum.34
Rétt eins og MacIntyre greinir Taylor ekki skarplega milli sjálfs og persónunn-
ar, ekki heldur milli sögu og frásögu. Hugveran er vart nefnd, yfirleitt hunsar
Taylor hið synkróníska við sjálfið. Í ofanálag setur hann samasemmerki milli sjálfs
og lífshlaups. Mér sýnist að sagnsjálfsmenn geri sig almennt seka um þessa sömu
villu og þeir MacIntyre og Taylor. Það gildir um jafn ólíka sagnssjálfssinna og
fyrirbærafræðingana David Carr og Wilhelm Schapp, franska heimspekinginn
Paul Ricœur, sálfræðinginn Jerome Bruner og hina rökgreiningarsinnuðu Maryu
Schechtman.35
Sjálfið hefur bæði synkróníska og díakróníska þætti sem tengjast hver öðrum
með ýmsum hætti.
Svar vi! gagnr#ni á kenninguna um sagnsjálfi!
Kenningin um sagnsjálfið er umdeild eins og annað sem til heimspeki telst. Mér
er skylt að svara gagnrýni á þessa kenningu. Annars gæti ég ekki sagt björninn
unninn, sagt mig hafa sannað að sjálfið sé af sagntoga spunnið.
Mér sýnist að finna megi tvo meginþræði í gagnrýninni á sagnsjálfskenninguna,
Taylor : , neðanmálsgrein .
Abbey : –.
Taylor : .
Dæmið um Kramer er frá mér sjálfum komið, ég tel að það varpi ljósi á kenningar Taylors.
Bruner ; Carr ; Ricœur ; Schapp ; Schechtman .
Hugur 2013-4.indd 32 23/01/2014 12:57:24