Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 77
Hver eru vi!horf grunnskólakennara til l#!ræ!is í skólastarfi?
sinna.8 Verkefnið hlýtur því, í hagnýtu tilliti, að standa og falla með viðhorfum
kennaranna til hlutverks þeirra við þá miðlun. Markmið þessarar rannsóknar er
að leita svara við því hver viðhorf grunnskólakennara eru til lýðræðis sem eins af
sex grunnþáttum menntunar, og hvort þau viðhorf hafi áhrif á lýðræðislega virkni
og viðhorf nemenda.
Fræ!ilegt yfirlit
Aðalnámskrár og lög um grunnskóla Malla um menntun frá tveimur sjónarhólum;
annars vegar eru skilgreind markmið námsgreina og hins vegar almenn mark-
mið sem snúa að þroska og velferð einstaklingsins. Í rannsókn Atla Harðarsonar
á skilningi framhaldsskólakennara á almennum námsmarkmiðum kom fram að
þeir líti einatt svo á að hin almennu markmið (líkt og gagnrýnin hugsun, miðlun
siðferðilegra gilda og skilningur á samfélaginu) komi af sjálfu sér sem hliðarafurð
hinna hefðbundnu námsgreina – menntunin leiði af sér aukinn almennan þroska
sem sé grundvöllur hinna siðferðilegu gilda.9 Þetta viðhorf, sem kennt er við hinar
„frjálsu listir“, segir Atli að geri ráð fyrir því að námsgreinarnar innihaldi huldar
víddir sem uppfylli almenn markmið. Hugmyndin um að siðferðileg gildi séu
hliðarafurð hefðbundinnar menntunar er hins vegar andstæð hugmyndum Johns
Dewey sem að margra mati er frumkvöðull á sviði menntaheimspeki. Dewey leit
svo á að líf manna væri ein samfelld heild og sérhver sundurgreining á hinum
margbrotnu sviðum mannlífsins væri andstæð eðli náttúrunnar.10 Dewey taldi að
skynjun okkar á náttúrunni væri hluti af náttúrunni – öll aðgreining væri því
marklaus: „Hugsun skapar veruleika fyrir okkur; sjálfsmyndin skapar sjálf. En
málið er ekki alveg svona einfalt því að hugsunin og sjálfsmyndin eru líka atburðir
í sömu náttúru og veruleikinn sem þau skapa“.11 Innan skólastofunnar þýðir þetta
að hið siðferðilega sjálf (í skilningi Deweys) sem birtist í grunnþáttum nýrrar
menntastefnu yrði aðeins eflt í þverfaglegu skólastarfi. Ekki dygði að Malla um
hinar siðferðilegu hliðar í afmörkuðum námsgreinum og því síður að bíða þess að
þær birtust sem hliðarverkarnir námsgreinanna heldur yrðu þær að vera nauðsyn-
legur hluti af öllu skólastarfi. Skólinn eflir þannig, samkvæmt draumsýn Deweys,
sjálfsvirðingu einstaklingsins og um leið virðingu fyrir öðru fólki og festir í sessi
„hegðunarvenjur sem beina einstaklingnum frá eigingjörnum hugðar efnum til
sjálfsstjórnar í þágu almannaheilla“.12 Í kenningum Deweys er lýðræði kjarna-
hugtak og snertir beint hið siðferðilega sjálf og mögulegan þroska þess.13 Lýð-
ræðishugmynd Deweys byggist á samspili samfélags og einstaklings og er í senn
kennslufræðileg hugmynd um það hvernig nám fer fram við samspil og samfellu
andstæðra póla, og samfélagsleg hugmynd sem lýsir því hvernig einstaklingar lifa
Sjá t.d. Dewey og .
Atli Harðarson .
Kristján Kristjánsson .
Sama rit: .
Sama rit: .
Dewey .
Hugur 2013-4.indd 77 23/01/2014 12:57:27