Hugur - 01.01.2013, Síða 77

Hugur - 01.01.2013, Síða 77
 Hver eru vi!horf grunnskólakennara til l#!ræ!is í skólastarfi?  sinna.8 Verkefnið hlýtur því, í hagnýtu tilliti, að standa og falla með viðhorfum kennaranna til hlutverks þeirra við þá miðlun. Markmið þessarar rannsóknar er að leita svara við því hver viðhorf grunnskólakennara eru til lýðræðis sem eins af sex grunnþáttum menntunar, og hvort þau viðhorf hafi áhrif á lýðræðislega virkni og viðhorf nemenda. Fræ!ilegt yfirlit Aðalnámskrár og lög um grunnskóla Malla um menntun frá tveimur sjónarhólum; annars vegar eru skilgreind markmið námsgreina og hins vegar almenn mark- mið sem snúa að þroska og velferð einstaklingsins. Í rannsókn Atla Harðarsonar á skilningi framhaldsskólakennara á almennum námsmarkmiðum kom fram að þeir líti einatt svo á að hin almennu markmið (líkt og gagnrýnin hugsun, miðlun siðferðilegra gilda og skilningur á samfélaginu) komi af sjálfu sér sem hliðarafurð hinna hefðbundnu námsgreina – menntunin leiði af sér aukinn almennan þroska sem sé grundvöllur hinna siðferðilegu gilda.9 Þetta viðhorf, sem kennt er við hinar „frjálsu listir“, segir Atli að geri ráð fyrir því að námsgreinarnar innihaldi huldar víddir sem uppfylli almenn markmið. Hugmyndin um að siðferðileg gildi séu hliðarafurð hefðbundinnar menntunar er hins vegar andstæð hugmyndum Johns Dewey sem að margra mati er frumkvöðull á sviði menntaheimspeki. Dewey leit svo á að líf manna væri ein samfelld heild og sérhver sundurgreining á hinum margbrotnu sviðum mannlífsins væri andstæð eðli náttúrunnar.10 Dewey taldi að skynjun okkar á náttúrunni væri hluti af náttúrunni – öll aðgreining væri því marklaus: „Hugsun skapar veruleika fyrir okkur; sjálfsmyndin skapar sjálf. En málið er ekki alveg svona einfalt því að hugsunin og sjálfsmyndin eru líka atburðir í sömu náttúru og veruleikinn sem þau skapa“.11 Innan skólastofunnar þýðir þetta að hið siðferðilega sjálf (í skilningi Deweys) sem birtist í grunnþáttum nýrrar menntastefnu yrði aðeins eflt í þverfaglegu skólastarfi. Ekki dygði að Malla um hinar siðferðilegu hliðar í afmörkuðum námsgreinum og því síður að bíða þess að þær birtust sem hliðarverkarnir námsgreinanna heldur yrðu þær að vera nauðsyn- legur hluti af öllu skólastarfi. Skólinn eflir þannig, samkvæmt draumsýn Deweys, sjálfsvirðingu einstaklingsins og um leið virðingu fyrir öðru fólki og festir í sessi „hegðunarvenjur sem beina einstaklingnum frá eigingjörnum hugðar efnum til sjálfsstjórnar í þágu almannaheilla“.12 Í kenningum Deweys er lýðræði kjarna- hugtak og snertir beint hið siðferðilega sjálf og mögulegan þroska þess.13 Lýð- ræðishugmynd Deweys byggist á samspili samfélags og einstaklings og er í senn kennslufræðileg hugmynd um það hvernig nám fer fram við samspil og samfellu andstæðra póla, og samfélagsleg hugmynd sem lýsir því hvernig einstaklingar lifa  Sjá t.d. Dewey  og .  Atli Harðarson .  Kristján Kristjánsson .  Sama rit: .  Sama rit: .  Dewey . Hugur 2013-4.indd 77 23/01/2014 12:57:27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.