Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 150
Páll Skúlason
einangrun viðfangsefnisins sem nauðsynlegt er að færa rök fyrir hér því
þær grundvallarformgerðir hins sjálfráða og ósjálfráða, sem hér verður
leitast við að lýsa og skýra, öðlast ekki fulla merkingu fyrr en þeim er
skilað inn í það samhengi sem þær voru einangraðar frá svo unnt yrði að
Malla um þær.
Svo hægt sé að lýsa hinu sjálfráða og hinu ósjálfráða og öðlast á þeim
hreinan skilning verður að setja innan sviga þá yfirsjón sem raskar merk-
ingu mannlegrar tilvistar og þá handanveru sem dvelur djúpt í uppsprettu
sjálfsvitundarinnar.4
Í þessari fullyrðingu sem markar upphaf verksins birtist hugmyndin um kerfis-
bundna heimspeki um mannlegan veruleika með hugtakið um viljann að leiðar-
ljósi. Þar kemur einnig fram sá grundvallarskilningur á mannlegum veruleika að
hann einkennist með djúpstæðum hætti af yfirsjón og handanveru. Í kjölfar þess-
arar fullyrðingar útlistar Ricœur þá kröfu um skiljanleika sem hann gerir í grein-
ingu sinni og því næst skýrir hann grundvallarviðhorf sín gagnvart því sem hann
kallar yfirsjón og handanveru og tengsl þeirra við mannlegan veruleika.
Lítum fyrst stuttlega á þann skilning sem Ricœur leggur í hugtökin yfirsjón
og handanveru. Þau tiltaka þá þætti sem gera mannlegan veruleika torskilinn og
jafnvel algjörlega óskiljanlegan í sögulegu samhengi. Yfirsjónin er slys í mannleg-
um veruleika. Hún er ekki skiljanlegur hluti viljans heldur veldur hún því að vilji
okkar virðist firrtur, frelsi okkar heft, sál okkar mædd og sjálf okkar í uppnámi.
Yfirsjónin er innrás hins illa í mannlega tilvist. Hið illa er mannlegri tilvist ekki
áskapað sem slíkt en er engu að síður áberandi einkenni hennar í sögulegu sam-
hengi. Yfirsjónin er með öðrum orðum fullkomin tvístrun allrar merkingar.
Þessi illska á sér enga skýringu. Hún er neind sem leggur undir sig anda okkar
og umbreytir okkur í verur fullar af ofmetnaði sem þrá að drottna yfir heiminum
og öðlast meiri auðæfi, meira vald og meiri virðingu en þeim getur nokkurn tím-
ann hlotnast – neind sem varpar okkur inn í þrotlausa sókn eftir vegsemd. Þessi
illska birtist okkur sem eitthvað utan við vilja, eins og eitthvað sem var til á undan
viljanum en er um leið hluti hans; spilling, illgjarn ásetningur sem við sjálf berum
ábyrgð á.
Hugtakið um illskuna sem slys sem mannlegt frelsi verður fyrir, eða sem yfir-
sjón hinnar hugsandi sjálfsveru, sjálfsins, kemur víða fyrir í verkum Ricœurs. En
til að skilja það þarf að setja það í samband við annað mikilvægt hugtak sem
Ricœur nefnir handanveru (fr. transcendance). Handanveran er í grundvallaratrið-
um það sem leysir frelsið undan yfirsjóninni, það sem glæðir vonina og getur
friðað sálina. Handanveran er ótakmarkaður sköpunarmáttur og nærvera sem er
til staðar í heiminum áður en viljinn brýst fram á sjónarsviðið með mætti sínum
til sjálfsköpunar.
Ricœur neitar iðulega að Malla um yfirsjónina og handanveruna sem skýrt
afmörkuð hugtök sem megi skýra fullkomlega með heimspekilegri lýsingu eða
Ricœur : .
Hugur 2013-4.indd 150 23/01/2014 12:57:30