Hugur - 01.01.2013, Síða 150

Hugur - 01.01.2013, Síða 150
 Páll Skúlason einangrun viðfangsefnisins sem nauðsynlegt er að færa rök fyrir hér því þær grundvallarformgerðir hins sjálfráða og ósjálfráða, sem hér verður leitast við að lýsa og skýra, öðlast ekki fulla merkingu fyrr en þeim er skilað inn í það samhengi sem þær voru einangraðar frá svo unnt yrði að Malla um þær. Svo hægt sé að lýsa hinu sjálfráða og hinu ósjálfráða og öðlast á þeim hreinan skilning verður að setja innan sviga þá yfirsjón sem raskar merk- ingu mannlegrar tilvistar og þá handanveru sem dvelur djúpt í uppsprettu sjálfsvitundarinnar.4 Í þessari fullyrðingu sem markar upphaf verksins birtist hugmyndin um kerfis- bundna heimspeki um mannlegan veruleika með hugtakið um viljann að leiðar- ljósi. Þar kemur einnig fram sá grundvallarskilningur á mannlegum veruleika að hann einkennist með djúpstæðum hætti af yfirsjón og handanveru. Í kjölfar þess- arar fullyrðingar útlistar Ricœur þá kröfu um skiljanleika sem hann gerir í grein- ingu sinni og því næst skýrir hann grundvallarviðhorf sín gagnvart því sem hann kallar yfirsjón og handanveru og tengsl þeirra við mannlegan veruleika. Lítum fyrst stuttlega á þann skilning sem Ricœur leggur í hugtökin yfirsjón og handanveru. Þau tiltaka þá þætti sem gera mannlegan veruleika torskilinn og jafnvel algjörlega óskiljanlegan í sögulegu samhengi. Yfirsjónin er slys í mannleg- um veruleika. Hún er ekki skiljanlegur hluti viljans heldur veldur hún því að vilji okkar virðist firrtur, frelsi okkar heft, sál okkar mædd og sjálf okkar í uppnámi. Yfirsjónin er innrás hins illa í mannlega tilvist. Hið illa er mannlegri tilvist ekki áskapað sem slíkt en er engu að síður áberandi einkenni hennar í sögulegu sam- hengi. Yfirsjónin er með öðrum orðum fullkomin tvístrun allrar merkingar. Þessi illska á sér enga skýringu. Hún er neind sem leggur undir sig anda okkar og umbreytir okkur í verur fullar af ofmetnaði sem þrá að drottna yfir heiminum og öðlast meiri auðæfi, meira vald og meiri virðingu en þeim getur nokkurn tím- ann hlotnast – neind sem varpar okkur inn í þrotlausa sókn eftir vegsemd. Þessi illska birtist okkur sem eitthvað utan við vilja, eins og eitthvað sem var til á undan viljanum en er um leið hluti hans; spilling, illgjarn ásetningur sem við sjálf berum ábyrgð á. Hugtakið um illskuna sem slys sem mannlegt frelsi verður fyrir, eða sem yfir- sjón hinnar hugsandi sjálfsveru, sjálfsins, kemur víða fyrir í verkum Ricœurs. En til að skilja það þarf að setja það í samband við annað mikilvægt hugtak sem Ricœur nefnir handanveru (fr. transcendance). Handanveran er í grundvallaratrið- um það sem leysir frelsið undan yfirsjóninni, það sem glæðir vonina og getur friðað sálina. Handanveran er ótakmarkaður sköpunarmáttur og nærvera sem er til staðar í heiminum áður en viljinn brýst fram á sjónarsviðið með mætti sínum til sjálfsköpunar. Ricœur neitar iðulega að Malla um yfirsjónina og handanveruna sem skýrt afmörkuð hugtök sem megi skýra fullkomlega með heimspekilegri lýsingu eða  Ricœur : . Hugur 2013-4.indd 150 23/01/2014 12:57:30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.