Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 80
Ingimar Ólafsson Waage, Kristján Kristjánsson og Amalía Björnsdóttir
Hugtakið lýðræði virðist hafa tvenns konar merkingu í daglegri orðanotkun
á Íslandi: það er notað til að lýsa stjórnskipun og til að lýsa ákvörðunaraðferð.
Þorsteinn Gylfason segir einkenni á lýðræðislegri stjórnskipun vera valddreif-
ingu, fulltrúastjórn og mannréttindi.32 Þar er kveðið á um þrískiptingu ríkisvalds-
ins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald, auk þess heyra margvíslegar
sjálfstæðar stofnanir undir hina lýðræðislegu stjórnskipun. Lýðræðishugtakið er
einnig notað til að lýsa ákvörðunaraðferð og má þá tala um ákvörðunarlýðræði
eða einfaldlega meirihlutaræði.33 Stjórnmálamenn ræða um það sem lýðræðislega
niðurstöðu þegar naumur meirihluti samþykkir lagafrumvarp á Alþingi. Orðfærið
„lýðræðisleg niðurstaða“ felur í sér skilaboð til þeirra sem urðu undir að þeim beri
að sætta sig við niðurstöðuna, svona sé lýðræðið. Meirihlutaræði kann að virðast
sanngjarnt við fyrstu sýn, sérstaklega í ljósi jafnréttis (einn maður – eitt atkvæði)
en ekki er allt sem sýnist því þegar taka þarf ákvarðanir í mörgum ólíkum málum
getur niðurstaðan leitt til þeirrar óvæntu útkomu að meirihluti aðila lendi oftar en
ekki í minnihluta þegar meirihlutinn fær að ráða í hverju máli.34 Meirihlutaræði
má skilgreina sem átakal#!ræ!i (einnig er hugtakið athafnal#!ræ!i oft notað), þar
sem niðurstaða er knúin fram með einföldum meirihluta.35 Slíkt fyrirkomulag
býður heim ójafnvægi og endalausri viðleitni manna til að rétta sinn hlut og tog-
streita einkennir stjórnmálaumræðuna.
Ein af mörgum hugsjónum um betra lýðræði er samræðulýðræði (e. deliberative
democracy) sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarna áratugi. Það sker
sig frá öðrum útgáfum af lýðræði vegna áherslu á samræður/rökræður og teng-
ist þannig sýn sem birtist í lögum og aðalnámskrám fyrir skólastigin þrjú – að
læra um lýðræði, í lýðræði með lýðræði. Jón Ólafsson stillir samræðulýðræði
(eða rökræðulýðræði) upp sem andstæðu við átakalýðræði (eða athafnalýðræði).36
Samræðulýðræði snertir hugmyndina um „lýðræðislegt stjórnvald sem tryggir
umræðugrundvöll fyrir rökræna samræðu í stjórnmálum“ og gerir meiri kröfur
til þegnanna því að það felur í sér virka þátttöku í stefnumótun með samræðum
og rökræðum bæði innbyrðis og við stjórnmálamenn.37 Það er talið vera mennt-
andi og styrkja samfélagsvitund, framgangurinn er reistur á sanngirni og almenn
þekking eykst. Þrátt fyrir mikilvægi ofangreindra eiginleika telur Cooke að þeir
megi sín lítils ef sjálfsþekking einstaklinganna er ekki höfð til hliðsjónar.38 Sjálfs-
þekkingin á sér tilvistarlegar hliðar sem varpa upp siðferðilegum spurningum á
borð við hvernig lífi maðurinn vill lifa, hvað er gott samfélag og hvernig þátt-
töku í mótun framtíðar og umhverfis skuli háttað. Því má halda fram að almenn
þekking sé lítils virði ef hún er ekki í samræmi við forsendur einstaklinganna og
réttlæti þarfnast þess að ólíkar aðstæður séu teknar til greina.
Ólafur Páll Jónsson skiptir lýðræðiskenningum í tvo flokka: formlegar kenn-
Þorsteinn Gylfason .
Sama rit.
Sama rit.
Jón Ólafsson .
Sama rit.
Cooke : .
Sama rit.
Hugur 2013-4.indd 80 23/01/2014 12:57:27