Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 10

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 10
 Elmar Geir Unnsteinsson ræ!ir vi! Stephen Neale ford, ). Gaman er að geta þess að íslenska afturbeygða eignarfornafnið „sinn“ leikur stórt hlutverk í þeirri grein og telur Neale að málfræðilegir eiginleikar þessa litla íslenska orðs geti varpað heilmiklu ljósi á tungumál og mannleg samskipti almennt. Hugmyndir og kenningar Neales hafa verið áhrifamiklar og umtalaðar bæði innan heimspeki og í öðrum greinum. Elmar Geir Unnsteinsson tók Steph- en Neale tali og ræddi við hann um lífið, heimspeki, tungumál og lagatúlkun. E: Hvernig fékkstu áhuga á heimspeki? S: Það er erfið spurning. Ég hef ekki glóru. En jú, ætli það séu ekki tvö atriði. Í fyrsta lagi hugsaði ég raunar um heimspekileg efni upp á eigin spýtur þegar ég var strákur. Ég gerði mér enga grein fyrir því að þetta gæti verið atvinna einhvers, að manni væri borgað fyrir að gera þetta. Það er nokkuð sem ég uppgötvaði síðar og kom mér mjög á óvart – gerir þessa blessuðu plánetu að betri stað. En síðan nálg- aðist ég heimspekina í gegnum málvísindi. Ég stundaði málvísindi í grunnnámi og fékk mikinn áhuga á verkum Chomskys og svo á málspeki. Þegar ég kynntist málspekinni áttaði ég mig á að heimspekileg viðfangsefni varðandi tungumálið vöktu hjá mér mestan áhuga. Og líka tengslin á milli þeirra og spurninga um hugann og hugsun. Og ég áttaði mig á að þessi efni féllu miklu frekar undir heimspeki en málvísindi. E: En hva! áttu vi! me! „heimspekilegum“ vi!fangsefnum sem var!a tungumáli!? S: Æji, já. [Hlær.] Spurningar sem engin svör eru til við. E: "a! er sennilega gott a! hugsa sér $a! $annig! S: Nei, í alvöru. Með heimspekilegum viðfangsefnum á ég við spurningar sem snerta grundvallarhugtök og vandamál sem komu hugsunum okkar af stað til að byrja með. Mér finnst gott að líkja þessu við eitthvað eins og forna heimsfræði. Fólk leit til himins og sá litla glampandi depla og setti fram ónákvæmar tilgátur um eðli þeirra: að þeir væru lifandi, að þeir væru guðir og þar fram eftir götunum. Þetta eru svona hinar mestu iðjuleysisvangaveltur sem um getur – sem spretta bara úr nánasta umhverfi. Í einhverjum skilningi er það í raun upphaf heimspek- innar. En svo, með tíð og tíma, byrjar fólk að stunda það sem verður að lokum vísindi – og heimspekin er það sem verður eftir. Þegar maður verður nógu góður til að gera eitthvað rétt verður það að vísindum og allt annað er bara afgangur sem slítur ekki barnsskónum, það er að segja heimspeki. E: Já, einmitt. Mig langa!i einmitt a! spyrja $ig út í sko!un $ína á tengslum vísinda og heimspeki. S: Þetta er nokkurn veginn skoðun mín á því hver þau tengsl eru. En á sama tíma, auðvitað, rekum við nefið inn hjá vísindunum. Það hefur ekki reynst mjög árang- ursríkt. En heimspekingar hafa alltaf reynt að útskýra fyrir vísindafólki hvað það er í raun að gera, hvað það ætti að gera og hvernig megi gera það betur – með afar takmörkuðum árangri. Engu að síður þá er allt hitt sem ekki virðist hægt að leysa með vísindalegri aðferð, það er raunverulega heimspeki. Hugur 2013-4.indd 10 23/01/2014 12:57:23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.