Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 22

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 22
 Stefán Snævarr Hugsanir og kosningar eiga sér stað og sálugæddir líkamar hegða sér öðru vísi en plöntur og lík. Þessar tvær víddir, huglæga víddin og félagslega víddin eru tvær af meginvíddum sjálfsins.10 Hugveran og sjálfi! Víkur nú sögunni aftur í tímann, til sautjándu aldarinnar. René Descartes, sem var litlu yngri en Cervantes, taldi að hugtökin um sjálf og sjálfsvitund væru sam- slungin. Sjálfið væri fyrirbæri sem væri meðvitað um eigin tilvist. Það væri til í krafti þessarar meðvitundar, í krafti þess að geta hugsað um eigin tilvist. Að vera til er að vita af því.11 Við vitum alla jafna af okkur sjálfum þótt sú vitneskja sé kannski einatt fremur óljós grunur en eiginleg þekking. Sjálfsvitundin er „sándtrakk“ lífsins, við heyrum það bara þegar myndin klikkar. Þá leggjum við skyndilega við hlustir og spyrjum: Hver ég eiginlega? Get ég vita! me! vissu a! ég sé til? Viti A af sjálfum sér hlýtur A að vita af sjálfi, hvort sem sjálfið hafi verið til áður en A varð meðvitaður um það eða hvort hann hafi orðið til vegna þeirrar sálrænu athafnar að verða meðvitaður um það. Og hverfi kannski um leið og A fer að hyggja að hinum ytri heimi. Hvað sem því líður þá hlýtur vera með sjálfs- vitund að hafa sjálf. Slík vera V hlýtur að geta notað fornöfn á borð við „ég“ um sig sjálfa (V) og verið klár á að „ég“ vísar til einhvers í sér (í V) sem ekki er bara líkamlegt. Hafi verur án sjálfsvitundar sjálf þá er sönnunarbyrðin þeirra sem því trúa. Tölvur, steinar og hundar virðast ekki hafa sjálfsvitund enda teljum við að þessi fyrirbæri séu sjálfsvana. Sú skoðun er hverdagsskoðun en eins og áður segir ber ekki að forakta þær. Víkjum aftur að A. Til að geta verið meðvitaður um sig sjálfan verður A að hafa hugveru og það sem ég kalla „hugveruvitund“. „Hugveru“ skilgreini ég sem „eitt- hvað ekki-efnislegt sem upplifir, hún er t.d. það sem upplifir rauðan lit“.12 Hug- veruvitund er eins konar yfir-vitund (e. meta-consciousness). Hún er í fyrsta lagi meðvitund um upplifanir og hugsanir, t.d. þegar hún veit að hún upplifir rauðan lit. Í öðru lagi er hún meðvitund um sig sjálfa, um hugveru sem er a.m.k. til á því augnabliki sem hún veit af sér. Hugveran skynjar sig sjálfa og sínar eigin upplif- anir. Hún getur haft sig sjálfa að viðfangi, gagnstætt „venjulegri“ vitund sem getur upplifað hvaðeina nema sig sjálfa. Slík raunveruleg eða möguleg hugveruvitund er forsenda þess að lifandi vera geti haft meðvitund um fullmótað sjálf. Eða hvernig á ég að geta vitað hver ég sé nema ég gæti vitað að ég verði fyrir upplifunum (og búi þar með einnig yfir hugsunum)? Viti ég það þá veit ég að ég er hugvera því hugvera er það sem hefur upplifanir (kannski hef ég margar hugverur því ekki  Ég er algerlega sammála Dan Zahavi () um að sjálfið sé margþætt og flókið, í þessari grein lít ég bara á fáeina sjálfsfleti.  Þetta er kannski ekki nákvæm túlkun á Descartes () en nærri lagi.  Ég útiloka ekki að þetta ekki-efnislega sé sprottið af efninu eða sé á einhvern hátt eiginleiki þess. En ég útiloka heldur ekki að það hafi sérstaka tilvist, öldungis óháða efninu. Hugur 2013-4.indd 22 23/01/2014 12:57:24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.