Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 147

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 147
 Vilji og túlkun  skynsamlegar leiðir til úrlausnar vissra pólitískra og lögfræðilegra lykilvandamála samtíðarinnar. Verk Ricœurs eru raunar einstaklega rík af greiningum á ýmsum vandamálum. Fyrir lesendur hans eru þau einnig uppspretta innblásturs og varpa ljósi á ein- kenni mannlegs veruleika sem notið hafa lítillar athygli. Auk þess er heimspeki hans stórmerk hugtakasmíð sem á í fullu tré við önnur heimspekileg sjónarhorn á heiminn. En þetta kemur okkur ekki að nokkrum notum við að gera okkur betri grein fyrir heimspeki hans sem heild. Öllu heldur hylma þessar staðreyndir yfir ákveðin grundvallareinkenni hugsunar hans sem varpa þarf ljósi á vilji maður ná tökum á þeim persónulega stíl er einkennir heimspeki hans og öðlast dýpri skiln- ing á þeim ásetningi sem birtist í verkum hans. Nú set ég fram tilgátu mína sem ég mun útfæra og ígrunda hér á eftir. Tilgátan er þessi: Heimspeki Ricœurs einkennist af djúpstæðri tilhneigingu til kerfisbind- ingar sem ekki er ætíð sýnileg og á jafnvel erfitt uppdráttar af þremur ástæðum: í fyrsta lagi vegna tilhneigingar hans til að einbeita sér að greiningu á einstökum viðfangsefnum, í öðru lagi vegna nokkurra grundvallarskoðana hans er varða takmarkanir heimspekilegrar orðræðu og í þriðja lagi vegna sýnar hans á grund- vallar stöðu hinnar mannlegu sjálfsveru í heiminum. II Áður en ég kem að megininntaki röksemdafærslu minnar vil ég útskýra hina formlegu hlið hennar. Ég geri greinarmun á þremur almennum aðferðum til að ástunda heimspeki. Fyrsta aðferðin er kerfisleg, önnur er greinandi og sú þriðja er opinberandi. Ég tel alla réttnefnda heimspeki lúta einni þessara aðferða í meg- inatriðum sínum þó að hinar tvær komi einnig við sögu í minna mæli. Lítum á nokkur dæmi til að glöggva okkur á þessu. Kerfisheimspekingurinn er upptekinn af því að ná utan um allt í skynsamlegri orðræðu sem byggir á kerfi grundvallarhugtaka. Þekktasti fulltrúi þessarar teg- undar heimspeki er vafalaust Aristóteles. Hann smíðaði fyrstur manna umfangs- mikið hugtakakerfi sem ætlað var að veita altæka sýn til skýringar á heiminum sem heild. Þetta gerði hann með því að afmarka ólík rannsóknarefni og tengja þau síðan hvert öðru með kerfisbundnum hætti svo hægt yrði að færa sig, á grundvelli ákveðinna röklegra forsendna, frá einu sviði fræðilegrar umræðu til annars. Í stuttu máli er hugtakakerfi hans nokkurs konar net sem fangar hinar ýmsu hliðar raunveruleikans sem vekja athygli okkar. Heimspeki hans er líkust ógnarstórum togara sem er fær í flestan sjó og veiðir allar þær ólíku fisktegundir sem fyrirfinn- ast. Um borð í þessum togara má finna allan nauðsynlegan búnað til að verka aflann og framreiða hann til sölu á markaði. Fyrirhöfnin við að upphugsa kerfið kemur fyrst, síðan greiningin og loks framsetning veruleikans eins og hann birtist í heimspekilegri hugsun. Sams konar lýsing á við um heimspeki Hegels sem er sennilega mesti kerfishugsuður fyrr og síðar. Þessi lýsing á einnig við um heimspeki Ricœurs þegar litið er á hana í heild Hugur 2013-4.indd 147 23/01/2014 12:57:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.