Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 60
Hlynur Helgason
Því lýðræði spratt af því að þeir sem eru að einhverju leyti jafningjar fóru
að telja sig verða jafningja að öllu leyti; að vegna þess að þeir séu jafn-
frjálsir, þá telji þeir sig jafningja að öllu öðru leyti. Auðveldi spratt, á hinn
bóginn, af því að þeir sem eru misjafnir að einhverju leyti telja sig vera
að öllu leyti misjafna; vegna þess að þeir áttu misjafna eignastöðu, töldu
þeir sig vera að öllu leyti misjafna. Útkoman er sú að þeir fyrrnefndu telja
sig eiga tilkall til jafns hlutar alls, vegna þess að þeir séu allir jafningjar,
á meðan þeir síðarnefndu, þar sem þeir eru misjafnir, sækjast eftir stærri
hluta (vegna þess að stærri hluti er misjafn).13
Í þessari greiningu sinni dregur Aristóteles að mörgu leyti saman það sem síðar
urðu mikilvægir og að mörgu leyti andstæðir þættir í umMöllun og deilum um
stjórnskipan nútímans: Annarsvegar er () grunnhugmyndafræði lýðræðisins um
frelsið, þar sem réttmæt krafa um vissan jöfnuð og sjálfstæði – sem þarf til að geta
á óháðan hátt sinnt borgaralegum skyldum – er yfirfærð yfir á kröfu um algeran
jöfnuð þar sem eðlilegur mannamunur er hunsaður og þar sem í stað kröfu um
meira jafnræði kemur krafa um algilt og óskilgreint jafnræði. Hinsvegar er ()
grunnhugmyndafræði auðveldisins um eignaréttinn, þar sem réttmæt krafa um
að fá að njóta að vissu marki misskiptra gæða snýst upp í kröfu um að fá að við-
halda misrétti að öllu leyti og þá hugmynd að sá sem á meiri eignir geti gert eilíf-
lega tilkall til enn meiri eigna og forréttinda á öllum sviðum. Það er einmitt þessi
áhersla sem Tómas frá Akvínó skerpti á í athugasemdum sínum við Stjórnspekina
eftir að hún uppgötvaðist á ný á miðöldum:
Það eru fátækt og auður sem í grunninn aðgreina skipanirnar, þar sem
eðli annars snýr að auði, og eðli hins að frelsi, sem tilgangs lýðræðis. […]
Og þessar tvær stéttir eiga í deilum hvor við aðra vegna þess, hinir fáu
sem vilja stjórna vegna yfirgengilegs auðs síns, og hinir mörgu sem vilja
vinna á hinum fáu og verða jafningjar þeirra, að því er segja má, vegna
frelsis.14
Það er vegna þessa grundvallarmisræmis á milli ráðandi hugmyndakerfa sem
Aristóteles telur sig knúinn til að leita meðalvegar á milli þeirra. Hann telur að
leiðina til þess sé að finna í stjórnskipan þar sem me!alhófs sé gætt að sem mestu
leyti og þar sem andstæður hástéttar og lágstéttar komi þess vegna ekki til með að
leiða til togstreitu. Bæði lýðræðisskipanin og auðveldið eru hér skilgreindar sem
öfgar í sitt hvora áttina, þar sem annarsvegar auðurinn í ofgnótt sinni sé ráðandi
og hinsvegar frelsið í ofgnótt sinni. Hér erum við komin að þeirri grunnforsendu
í hugmyndaheimi Aristótelesar að það sé meðalvegurinn á milli öfganna, hverju
nafni sem þær kunna að nefnast, sem leiði til mestrar farsældar. Meðalvegurinn
er því vegur dyg!arinnar þar sem aðgerðir manna eru í þágu hins besta.15 Það er
Stjórnspekin, a:–.
Aquinas : .
Si!fræ!i Níkomakkosar, önnur bók, kafli .
Hugur 2013-4.indd 60 23/01/2014 12:57:26