Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 58
Hlynur Helgason
Um me!alhóf l#!s og au!s
Grundvöllur þeirrar hugmyndafræði sem lýðræðishugsun nútímans byggir á
liggur í heimspeki Forngrikkja, og þá sér í lagi í ritum Platons og Aristótelesar
frá miðri Mórðu öld fyrir Krist. Eins og kunnugt er var afstaða Platons til lýðræðis
almennt neikvæð. Hann leit á slíka stjórnskipan sem úrkynjun góðra stjórnhátta
og skref í átt frá æskilegri skipan aðalsveldis í átt til harðstjórnar.5 Aristóteles
þróaði hugsun um stjórnskipan áfram þannig að áherslur urðu Mölbreyttari og
kerfishugsunin margræðari.
Í riti sínu Πολιτικά (Politika), sem er þýtt sem Stjórnspekin á íslensku, ræðir
Aristóteles mismunandi stjórnskipan í ríkjum Grikklands, metur kosti þeirra og
galla, og Mallar um sýn sína á það sem æskilegt er og eðlilegt í stjórnskipan sem
fullnægja á því hlutverki að vera vettvangur fyrir leit einstaklinganna að farsæld.
Verkið er nokkuð flókið að gerð; vegna þessa eru túlkanir á því margskonar og þá
sér í lagi á afstöðu Aristótelesar til lýðræðis.
Verk Aristótelesar er í grunninn greining á mismunandi stjórnskipan í grískum
ríkjum í samtíma hans og fyrir hans daga. Í upphafi verksins skiptir hann stjórn-
skipan í þrjá grunnflokka: μονάρχης (monarkes) eða einveldi, ἀριστοκρατία
(aristokratía) eða aðalsveldi, og πολιτεία (politeia) eða stjórnskipunarveldi.6 Síðan
lýsir hann mismunandi „spilltum“ útgáfum þessara þriggja kerfa: τυραννία (t#r-
annía) eða harðstjórn, ὀλιγαρχία (óligarkía) eða fáveldi (sem í hans skilningi eru
völd hinna fáu í skjóli au!s, þess sem síðar var nefnt πλουτοκρατία (plútókratía,
auðveldi)), og δημοκρατία (demokratía) eða lýðræði.7 Frá þessu greiningarkerfi
víkur hann hinsvegar í meginatriðum þegar kemur að síðari hluta bókarinnar. Þar
nefnir hann að fyrri höfundar greini Mórar tegundir stjórnskipunar, en hann sjálf-
ur eina að auki: „Þær Mórar sem þeir nefna eru einveldi, fáveldi/fámennisstjórn,
lýðræði, og, í Mórða lagi, svonefnt aðalsveldi. Síðan er sú fimmta sem ber nafn
það sem notað er yfir allar gerðir stjórnskipunar: sú sem kölluð er stjórnskip-
unarveldi.“8 Hér erum við farin að nálgast þær niðurstöður sem Aristóteles kemst
að í lokin, að einveldið og hið eldra aðalsveldi séu í reynd ekki möguleg sem
kerfi skipulagðrar stjórnskipunar; þar þurfi annaðhvort að byggja á auðveldi eða
lýðveldi, eða blöndu beggja, og þróa skipanina á þann veg að hún tryggi festu og
öryggi þegnanna á grundvelli góðrar lagasetningar.9
Það verður ljósara eftir því sem á líður að Aristóteles telur mikilvægast að skoða
vel og skilgreina muninn á fáveldi og lýðræði. Þar er grunnaðgreining hans sú að
„[u]m lýðræði er að ræða þegar hinir frjálsu og hinir fátæku sem eru í meirihluta
John R. Wallach ræðir í bók sinni, )e Platonic Political Art: A Study of Critical Reason and Demo-
cracy frá , að þessi ríkjandi sýn á afstöðu Platons til lýðræðis sé helst til einföld. Platon hafi
ekki verið að gagnrýna hugmyndina um lýðræði sem slíka, heldur framkvæmd hennar í Aþenu á
sínum tíma. Samkvæmt því eru hugmyndir hans og Aristótelesar ekki eins ólíkar og oft er talið.
Stjórnspekin, a:–. Við túlkun á Stjórnspeki Aristótelesar hefur verið höfð til hliðsjónar
grísk-ensk útgáfa H. Rackham (Aristotle ). Íslenskar þýðingar í grein þessari eru mínar, sé
annars ekki getið.
Stjórnspekin, b:–.
Stjórnspekin, a:–. Skáletrun mín.
Stjórnspekin, b:–.
Hugur 2013-4.indd 58 23/01/2014 12:57:26