Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 48
Geir Sigur!sson
Greinarmunurinn á „hópsjálfi“ Kínverja (og raunar Asíubúa yfirleitt) og „ein-
staklingssjálfi“ Vesturlandabúa er gömul en furðu lífseig klisja sem meðal ann-
ars hefur legið til grundvallar umMöllun um hæfni austrænna og vestrænna
menningar heima til að stuðla að skapandi virkni. UmMöllunin er almennt afar
gildishlaðin og í ætt við þann yfirlætislega hroka sem Evrópumenn sýndu öðr-
um menningarheildum í kjölfar vísinda-, tækni- og iðnbyltingarinnar í álfunni á
nýöld. Almennt er dregið í efa að asísk menningargerð sé til þess fallin að kynda
undir sköpun, meðal annars vegna tilhneigingar til hóphugsunar, hefðarhyggju
og samfélagslegs stigveldis, en að henni sé það þó kleift að því marki sem hún
tileinkar sér vestræna hugsun og vestrænar nálganir. Þannig er til dæmis algengt
að fallast á að japönsk menning geti verið skapandi vegna þess hversu bandarísk
áhrif hafi verið áberandi þar í landi. En hefðbundna menningin er það ekki og
það mun vera helsta ástæða þess að þessum menningarheildum reyndist ókleift
að standa jafnfætis Vesturveldunum í vísindalegu, tæknilegu og efnahagslegu til-
liti. Hér verður ekki farið nánar í þessa vafasömu umræðu, heldur einungis vikið
stuttlega að þeim margbrotnu heimspekilegu forsendum sem kínverska sjálfshug-
takinu liggja til grundvallar og þeirri hugmynd um sköpun sem því tengist.
Hin konfúsíaníska sjálfsmynd hvílir fyrst og fremst á samböndum og hlut-
verkum sem jafnframt marka æskilegt þroskaferli einstaklingsins. Einan og sér í
sjálfum sér er tæplega merkingarbært að segja hann vera nokkurn skapaðan hlut.
En það er fyrir tilstilli þeirra hlutverka sem hann fæðist inn í, lærir smám saman
að sinna og tekur síðan að sér sem hann skapar sjálfan sig. Þannig öðlast hann
sjálf semd sína í rás lífsins með því að leggja rækt við sambönd sín og hlutverk.
Einnig mætti orða það svo að sjálf hans sé einungis sá miðpunktur sem þau sam-
bönd hverfast um. Þannig er hin konfúsíaníska áhersla á að við leggjum rækt við
sjálf okkur ekki hvatning til sérhygginnar naflaskoðunar innan luktra dyra, heldur
einmitt til samhygginnar ræktarsemi við sambönd okkar í hversdagslegu lífi sam-
félagsins, að við verðum betri dætur, synir, feður, mæður, makar, vinir, nemendur,
kollegar o.s.frv.24 Þar sem sambönd og hlutverk hvers og eins eru ávallt einstök í
þeim skilningi að þau eru mynduð af $essum tiltekna einstaklingi í sambandi sínu
við $etta tiltekna fólk er jafnframt lögð áhersla á að einstaklingurinn þurfi að fara
sínar eigin persónulegu leiðir til að rækja sambönd sín, þó vissulega með hliðsjón
af hefðbundnum siðum sem viðteknum viðmiðum.
Í þessum skilningi er sjálfshugtak konfúsíanista vissulega tengt inn í hópinn
en skilgreining þess sem „hópsjálfs“ er afar villandi einföldun þar sem krafa er
gerð um stöðugt skapandi og einstaklingamiðaða viðleitni til að gera sem mest úr
hvers kyns tengslum. Daoistar víkkuðu svo sjónarsviðið út yfir mannleg sambönd
til ferla náttúrunnar í leit sinni að samstillingu við kringumstæður, samstillingu
sem helgast af kringumstæðunum sjálfum en einnig af eiginleikum einstaklings-
ins sjálfs um leið og hann gleymir sjálfi sínu, losar sig á vissan hátt við það til að
ná beinni skynjun á náttúrulegu gangvirkinu í athöfnum sínum. Í báðum tilvikum
er því um að ræða fyrirmyndir: konfúsíanistar taka sér til fyrirmyndar frásagnir af
Nánari lýsingu á hinu konfúsíaníska sjálfi má finna hjá Geir Sigurðssyni : einkum –.
Hugur 2013-4.indd 48 23/01/2014 12:57:25