Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 72
Hlynur Helgason
ins, sem henni þótti ríkjandi, yfir á aðrar forsendur samfélagsins og samneytis
manna. Tilraun hennar fólst að vissu leyti í að reyna að búa til annarskonar skip-
an lýðræðislegrar umræðu en var ráðandi. Eitthva! anna! var því annað lýðræði
í meðförum hennar, lýðræði sem var ekki að eins miklu leyti orðið undirorpið
umræðu auðveldisins og ríkjandi orðræða bauð upp á. Hún sóttist eftir því að
koma á umræðu þar sem gæði hins hversdagslega lífs voru í forgrunni, fremur en
kaldar efnahagsforsendur.
Ósk var í reynd að reyna að skapa lýðræðislegan vettvang á öðrum forsendum
en hinn hefðbundni vettvangur bauð upp á. Að hluta til má segja að hvötin að
því hafi verið sú að henni þóttu þau sjónarmið sem hún vildi hafa í hávegum
ekki eiga aðgang að lýðræðislegri umræðu innan stjórnmálanna. Sá vettvangur
var undirorpinn borgaralegri l#!ræ!isumræ!u, þar sem efnahagslegar forsendur eru
undirstaða borgaravitundarinnar. Þess vegna má segja að tilraun Óskar, í því að
snúa listinni frá sínum s#nilega farvegi og beita henni í átt til skapandi umræðu,
hafi í reynd verið tilraun til einhverrar annarrar l#!ræ!isskipunar, þar sem önnur
vitund og margræðni gátu átt sér stað.
Verk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar, Stjórnarskrá L#!veldisins Íslands, var
framkvæmt og flutt í upphafi árs . Þá hafði efnahagsástand í heiminum verið
nokkuð sveiflukennt um hríð, en lýðræðisöflin hikuðu hins vegar ekki við að bás-
úna að þetta væru bara tímabundnar sveiflur og að undirstöður efnahagslífsins
væru traustar. Það er í þessu samhengi sem þau ráðast í verkið, sem er flutningur
á tónverki við texta stjórnarskrárinnar þar sem tónlistin var samin af Karólínu
Eiríksdóttur tónskáldi. Einsöngvarar fluttu lykiltexta með stuðningi kórs og
hljómsveitar, allir klæddir í glaðlega karnívalíska búninga. Í reynd minnti sumt
í flutningnum á messugjörð, sér í lagi fornfálegur og tyrfinn textinn. Nútímaleg
og ómstríð tónlistin staðsetti flutninginn hins vegar í andstöðu við þá vinsælda-
tónlist sem líklegust er til að vekja hylli lýðsins, á meðan búningarnir virtust öllu
fremur vera gerðir fyrir glaðlegt barnaleikrit. Verkið fól því, í allri gerð sinni, í
sér misjafnar listrænar merkingar, allt frá hálistum yfir í list fyrir börn. Það bar
með sér trúarlegar tengingar og söngflutningur á stjórnarskránni virkaði sem viss
listræn upphafning sem á sama tíma var einnig skrumskæling á texta sem fólki
finnst eiga að fara höndum um af virðingu.
Í því samhengi sem hér er til umræðu er Stjórnarskrá L#!veldisins Íslands sértækt
dæmi þar sem listamenn vinna beint með lykiltexta lýðræðisríkis. Í listrænum
meðförum sínum eru þau bókstaflega að framkvæma það sem Aristóteles telur
nauðsynlegt í orði kveðnu; þau taka stjórnskipan hófstillts lýðræðisríkis, bæta við
það listrænum þætti og færa það þannig yfir á plan fagurfræði með upphafn-
ingu annarsvegar og skrumskælingu hinsvegar. Í þessum flutningi verður tyrf-
inn, lögboðinn og margbreyttur texti hins fyrrum konungsveldis einkar áberandi.
Þarna birtist að ekki er um skipan að ræða sem lýðurinn hefur sett sér sjálfur, á
eigin forsendum, hverjar sem þær kynnu að vera. Í staðinn birtist skipan sem
byggð er á sögulegri hefð og mýtum annars kerfis sem er í grundvallaratriðum
þróað feðraveldi byggt á borgaralegum grunni. Hér birtist veldi þar sem hagsýnir
Mölskyldufeður skipuðu grunnlagið, síðan tóku við hreppstjórar, sýslumenn, land-
Hugur 2013-4.indd 72 23/01/2014 12:57:26