Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 62
Hlynur Helgason
á lýðræðisskipulagi sem tæki tillit til efna, en jafnframt væri tryggt að þeir sem
kosnir væru til að stjórna væru ætíð best hæfir og dygðum búnir:
Það eru þrjár forsendur fyrir jafnri þátttöku í stjórnskipan: frelsi, auður
og dygð. […] Því er það augljóst að blöndu beggja, ríkra og fátækra, ætti
að kalla stjórnskipunarveldi, en blanda hinna þriggja sem er mest allra
(nema fyrir hina sönnu fyrstu tegund) á skilið að kallast aðalsveldi.18
Það sem hefur gerst, þegar hér er komið í hugsun Aristótelesar, er að í stað
þess að byggja á þeirri stjórnskipan sem þegar var til staðar og aðferðum þeim
tengdum við að deila völdum og áhrifum á milli manna er komið kerfi þar sem
hugsýnir eru til hliðsjónar – frelsi, auður og dygð. Hér nær hann lengst í draumsýn
sinni; hann býr til sterk hugtök sem leiða til þess að í stað þess að einskorða sig
við málamiðlanir á milli ólíkra aðferða sem þegar voru við lýði, og að mörgu leyti
ósamræmanlegar, eru forsendur kenningarnar sjálfir eiginleikar þeirrar skipunar
sem hann telur æskilega. Kenningin er nú reist á skýrum hugsýnum.
Túlka mætti þróun stjórnskipunar ríkja á Vesturlöndum svo að þar hafi ver-
ið farinn meðalvegurinn í skilningi Aristótelesar; að þær geti því flestar talist
vera blöndur auðveldis og lýðveldis og féllu því undir skilning hans á stjórnskip-
unarveldi, kerfi þar sem hugsýnir frelsis og auðs eru fyrirmyndin. Hann teldi
árangurinn líklega að mörgu leyti góðan að þessu leyti, sér í lagi þar sem hann
telur að „[r]eglan sem skilgreinir góða blöndu lýðræðis og auðveldis er þegar það
er mögulegt að tala um sömu stjórnskipan sem bæði auðveldi og lýðræði“.19 Það
er klárt að í ríkjum Vesturlanda sem byggja á lýðræðisskipan á þetta við; allar eru
stjórnarskrárnar skilgreindar sem lýðræðislegar og menn hafa löngu gleymt því að
þær eru í grunninn byggðar á málamiðlun milli hugsjóna lýðræðis og hugmynda
um auðveldi. Að vissu marki má segja að hugmyndir um aðalsveldi séu einnig við
lýði – kröfur um að valdhafar séu trúir því hlutverki sínu að þjóna almenningi – en
hins vegar er hætt við að vegna þess að fólk greinir ekki á milli ólíkra hugsýna –
auðs, frelsis og dygða – í stjórnskipuninni víki stjórnvöld frá meðalhófsreglunni
og telji sig fremur fulltrúa ákveðinna hópa en heildarinnar.
Um margbrotna l#!ræ!isskipan
Eins og við sjáum á því sem hér hefur verið rakið byggir sá meiður hugsunar
um lýðræði sem rekja má til kenninga Aristótelesar ekki á einfaldri skilgrein-
ingu eða skilningi á hugtakinu. Öllu heldur byggir Aristóteles kenningu sína um
stjórnskipan á samspili skyldra hugtaka um mögulega skipan stjórnunar. Þar er
lýðræðið einungis einn þáttur í samspili við aðra. Þegar umræða um stjórnskipan
Vesturlanda í samtíðinni hverfist um lýðræðishugtakið eintómt, eins og oft vill
verða, vill mikilvægur merkingarmunur og aðgreining hverfa.
Sama rit: a: –.
Sama rit: b: –.
Hugur 2013-4.indd 62 23/01/2014 12:57:26