Hugur - 01.01.2013, Page 62

Hugur - 01.01.2013, Page 62
 Hlynur Helgason á lýðræðisskipulagi sem tæki tillit til efna, en jafnframt væri tryggt að þeir sem kosnir væru til að stjórna væru ætíð best hæfir og dygðum búnir: Það eru þrjár forsendur fyrir jafnri þátttöku í stjórnskipan: frelsi, auður og dygð. […] Því er það augljóst að blöndu beggja, ríkra og fátækra, ætti að kalla stjórnskipunarveldi, en blanda hinna þriggja sem er mest allra (nema fyrir hina sönnu fyrstu tegund) á skilið að kallast aðalsveldi.18 Það sem hefur gerst, þegar hér er komið í hugsun Aristótelesar, er að í stað þess að byggja á þeirri stjórnskipan sem þegar var til staðar og aðferðum þeim tengdum við að deila völdum og áhrifum á milli manna er komið kerfi þar sem hugsýnir eru til hliðsjónar – frelsi, auður og dygð. Hér nær hann lengst í draumsýn sinni; hann býr til sterk hugtök sem leiða til þess að í stað þess að einskorða sig við málamiðlanir á milli ólíkra aðferða sem þegar voru við lýði, og að mörgu leyti ósamræmanlegar, eru forsendur kenningarnar sjálfir eiginleikar þeirrar skipunar sem hann telur æskilega. Kenningin er nú reist á skýrum hugsýnum. Túlka mætti þróun stjórnskipunar ríkja á Vesturlöndum svo að þar hafi ver- ið farinn meðalvegurinn í skilningi Aristótelesar; að þær geti því flestar talist vera blöndur auðveldis og lýðveldis og féllu því undir skilning hans á stjórnskip- unarveldi, kerfi þar sem hugsýnir frelsis og auðs eru fyrirmyndin. Hann teldi árangurinn líklega að mörgu leyti góðan að þessu leyti, sér í lagi þar sem hann telur að „[r]eglan sem skilgreinir góða blöndu lýðræðis og auðveldis er þegar það er mögulegt að tala um sömu stjórnskipan sem bæði auðveldi og lýðræði“.19 Það er klárt að í ríkjum Vesturlanda sem byggja á lýðræðisskipan á þetta við; allar eru stjórnarskrárnar skilgreindar sem lýðræðislegar og menn hafa löngu gleymt því að þær eru í grunninn byggðar á málamiðlun milli hugsjóna lýðræðis og hugmynda um auðveldi. Að vissu marki má segja að hugmyndir um aðalsveldi séu einnig við lýði – kröfur um að valdhafar séu trúir því hlutverki sínu að þjóna almenningi – en hins vegar er hætt við að vegna þess að fólk greinir ekki á milli ólíkra hugsýna – auðs, frelsis og dygða – í stjórnskipuninni víki stjórnvöld frá meðalhófsreglunni og telji sig fremur fulltrúa ákveðinna hópa en heildarinnar. Um margbrotna l#!ræ!isskipan Eins og við sjáum á því sem hér hefur verið rakið byggir sá meiður hugsunar um lýðræði sem rekja má til kenninga Aristótelesar ekki á einfaldri skilgrein- ingu eða skilningi á hugtakinu. Öllu heldur byggir Aristóteles kenningu sína um stjórnskipan á samspili skyldra hugtaka um mögulega skipan stjórnunar. Þar er lýðræðið einungis einn þáttur í samspili við aðra. Þegar umræða um stjórnskipan Vesturlanda í samtíðinni hverfist um lýðræðishugtakið eintómt, eins og oft vill verða, vill mikilvægur merkingarmunur og aðgreining hverfa.  Sama rit: a: –.  Sama rit: b: –. Hugur 2013-4.indd 62 23/01/2014 12:57:26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.