Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 148
Páll Skúlason
sinni. Það má glöggt sjá á upphafskaflanum í fyrsta verki hans sem helgað er
því sem hann kallar „heimspeki viljans“. Í verkinu, sem kom út árið og hét
Hi! sjálfrá!a og hi! ósjálfrá!a (Le volontaire et l ’involontaire), kynnti Ricœur fyrir
lesendum sínum metnaðarfullt heimspekilegt verkefni sem ætlað var að geta af
sér stórt hugtakakerfi sem fangað gæti allt það sem hægt er að segja með heim-
spekilegum hætti um veröld viljans. Því má bæta við að Ricœur hefur í Mölmörg-
um verkum og ritgerðum fylgt ætlunarverki sínu eftir jafnvel þótt hann kjósi
iðulega sjálfur að lýsa heimspeki sinni sem safni af sundurleitum og ófullkomnum
aðferðum.2
Til dæmis um þessa sundurleitni í rannsóknum hans mætti taka bókina Ég
sjálfur sem annar (Soi-même comme un autre). Þetta verk er ekki sett fram sem
kerfisbundin heild mögulegra aðferða til að skilja sjálfið með heimspekilegum
hætti. Þess í stað fæst Ricœur við að greina einstök vandamál og leiðir hver grein-
ing fyrir sig í ljós takmarkaða sýn á sjálfið líkt og ómögulegt væri að hugtaka
sjálfsveruna með endanlegum hætti. En þrátt fyrir þetta tel ég að kerfisleg afstaða
til þeirra helstu vandamála og meginhugtaka sem nauðsynleg eru svo hægt sé að
hugsa altækt um raunveruleika sjálfsins sé til staðar í þessari bók rétt eins og í
fyrsta verki Ricœurs um viljann. Ég mun koma aftur að þessu í lok greinarinnar.
Til mótvægis við kerfisbundna heimspeki má nefna heimspeki sem er í grund-
vallaratriðum ýmist opinberandi eða greinandi. Platon stundaði aðallega opinber-
andi heimspeki: Honum er mest í mun að afhjúpa veruleikann með nýjum og
óvæntum hætti og leiða okkur fyrir sjónir það sem raunverulega skiptir máli og
af hverju við ættum að reyna að hugsa um sjálf okkur og heiminn eftir nýjum og
róttækum leiðum. Vissulega styðst Platon við greiningar á ýmsum vandamálum
til að hvetja lesendur sína til umhugsunar og auk þess Mallar hann stundum um
hugmyndir sínar með kerfisbundnum hætti. En hvorki kerfið né greiningin er það
sem skiptir máli í heimspeki hans þegar á hólminn er komið, heldur sú nýja og
heillandi heimsmynd sem hann leitast við að miðla, heimsmynd þar sem hið fagra
og hið góða í veruleikanum eru efst á baugi.3
Meðal heimspekinga á tuttugustu öld gera bæði Husserl og Heidegger ævintýra-
legar tilraunir til að miðla nýrri sýn á heiminn sem frelsað geti lesendur þeirra frá
þeirri náttúruhyggju og tvíhyggju sem yfirgnæfir upplifun þeirra af heiminum. Ég
nefni þessa tvo í sömu andrá því sýn Heideggers á veruna-í-heiminum (þ. In-der-
Welt-sein), sem hefur haft gífurleg áhrif á Möldamarga heimspekinga, verður best
skilin sem róttæk endurskoðun á þeirri kenningu Husserls að heimurinn sé heild
hugbundinnar merkingar sem forskilvitleg vitund myndar. Vissulega er að finna
hjá bæði Husserl og Heidegger stórmerkar greiningar á ýmsum vandamálum er
Í æviágripi sínu, sem birtist í bók um heimspeki Ricœurs úr ritröðinni )e Library of Living
Philosophers, lýsir Ricœur yfir óánægju sinni með uppkastið að viljaheimspeki sinni eins og ætl-
unarverkinu er lýst í Hi! sjálfrá!a og hi! ósjálfrá!a. „Ég hef sagt að það hafi verið mjög ógætilegt af
ungum heimspekingi að leggja slík drög að lífsverkinu. Ég sé eftir því í dag.“ (Ricœur [óútgefið]:
. Frumtextann er að finna í Ricœur : ). – Þessi „ógætni“ hefur vitaskuld verið einstaklega
mikilvæg og hvetjandi fyrir marga lesendur Ricœurs. Mér finnst hann ætti ekki að sjá eftir nokkru
hvað hana varðar!
Ég tel að Nietzsche sé að þessu leyti merkasti arftaki Platons.
Hugur 2013-4.indd 148 23/01/2014 12:57:30