Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 151
Vilji og túlkun
athugun á reynslunni. Öllu heldur eru þetta hugtök sem hann notar til að skýra
þá staðreynd að torræðni og leyndardómar tilheyra ætíð mannlegum veruleika og
takmarka skiljanleika reynslu okkar og tilvistar. Það er alltaf eitthvað sem forð-
ast greininguna, ofgnótt merkingar sem við fáum aldrei raunverulega afmarkað
innan hugtakakerfa okkar.
En þó að við viðurkennum að í hjarta mannlegs veruleika sé að finna torræðni og
ráðgátur sem Ricœur hikar ekki við að horfast ítrekað í augu við í verkum sínum,
felst ekki í því nokkurs konar undanhald af skynseminnar hálfu. Þvert á móti er
þar með lögð áhersla á að hið heimspekilega verkefni eigi að rísa á grundvelli þess
skilnings sem heimspekileg hugsun skapar sjálf, óháð viðfangsefni sínu, eða með
öðrum orðum óháð þeim veruleika sem lætur hugsuninni efnivið hennar í té og
hvetur okkur til heimspekilegrar yfirvegunar. Þetta er grundvallarafstaða Ricœurs
sem hann hefur ítrekað haldið fram, til að mynda með eftirfarandi hætti:
Svo virðist sem heimspekin þurfi, til að geta verið sjálfstæð í glímu sinni
við vandamál, aðferðir og fullyrðingar, að vera öðru háð hvað varðar upp-
sprettur sínar og innri hvöt. Þessi staðreynd truflar stöðugt.5
Þessi „truflandi“ staðreynd bendir til stöðugrar spennu á milli forskilnings á
því sem hefur verið hugsað og rætt áður en ástundun heimspekinnar hefst ann-
ars vegar og hins vegar þeirra aðferðafræðilegu og röklegu forsendna sem heim-
spekin byggir á. Heimspeki er skynsamleg skýring á hugsun sem er vandkvæðum
bundin. Og mikilvægt er að skilja að reglur eða forsendur þessa skýringarferlis
eru óháðar þeim hugsunum sem til stendur að útskýra. Þessar sömu hugsanir
ákvarða jafnframt stefnu og umfang skýringarferlisins í heild. Þetta hringferli er
grundvallaratriði í heimspeki Ricœurs og hann vísar til þess við Mölda tækifæra.
Bestu skýringuna á því er kannski að finna í eftirfarandi klausu:
[…] framvinda hugsunarinnar, innan vébanda heimspekilegrar mann-
fræði, felst aldrei í því að álykta um hið flókna út frá hinu einfalda heldur
í því að rekja sig áfram innan sjálfrar heildarinnar, og þetta getur ekki
verið annað en framför hvað varðar heimspekilega útlistun heildarsýn-
arinnar. Umrædd heild þarf því að vera á einhvern hátt gefin í upphafi,
áður en heimspekin kemur til, í forskilningi sem býður yfirveguninni
heim; með öðrum orðum þarf starf heimspekinnar að felast í annars
stigs útlistun á merkingarþyrpingu sem hefur fyrst og fremst for-heim-
spekileg einkenni. Í þessu felst að skilja þarf algjörlega á milli hugmynd-
arinnar um aðferð heimspekinnar og útgangspunkt hennar. Heimspekin
á ekki upptök að neinu í algildum skilningi: ekki-heimspekin ber hana
áfram og undirstaðan sem hún þrífst á felst í því sem hefur þegar skilist
án yfirvegunar; en þó að heimspekin sé ekki algjörlega nýtt upphaf hvað
uppspretturnar varðar getur hún verið það hvað aðferðina snertir. Þannig
erum við komin á slóðir vinnutilgátu sem færa má í orð sem hugmyndina
Ricœur : .
Hugur 2013-4.indd 151 23/01/2014 12:57:30