Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 71
List og l#!ræ!isskipan
ig að það blasti við þeim sem hjá fóru. Segja má að umbreyting rýmisins yfir í
fundaaðstöðu hafi verið listræn aðgerð: umbreyting rýmis með fundnum þáttum
sem lagði línuna fyrir eitthvað sem kalla mætti listaverk. Í stað þess að koma inn
í hlutlaust rými þar sem hægt var að horfa óáreittur á verkin komu áhorfendur
inn í virkt rými þar sem þeir voru hvattir til að taka þátt í virkri og misskipulagðri
umræðu um málefni sem oftar en ekki snerust um þjóðmál. Yfirskriftin, Eitthva!
anna!, var skýrt ákall og fullyrðing um ástand sem ekki var fullnægjandi, án þess
þó að það kæmi fram hvaða þættir það væru sem væru ekki að virka. Þetta var öllu
heldur opið ákall, einhvers konar tjáning á óskilgreindu ástandi.
Verkið var unnið í febrúar árið , fimm árum áður en brotalamir íslenska
ríkisins komu skýrt fram. Það væri freistandi að skoða verkið sem forspá þess sem
koma skyldi, en í því fælist dramb þess sem er vitur eftir á. Nærtækara er að líta á
það sem vissa tilraun til uppbrots – til andófs – gegn því ástandi sem hafði þegar
skapast árið , þegar efnahagurinn virtist vera í blóma og stjórnvöld voru full
sjálfstrausts. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var að ljúka sínu þriðja kjörtímabili
og mikill kraftur í áætlunum um stórframkvæmdir um allt land. Að vissu leyti
má segja að þá þegar hafi þeir sem höfðu aðrar skoðanir en þær sem samræmdust
ríkjandi hugmyndum nýfrjálshyggju um skeið þótt þeir vera í sífelldum minni-
hluta, án möguleika á ítökum eða áhrifum. Það er í þessu rými hugmynda sem
hægt er að staðsetja verk Óskar þegar hún kýs sér vettvang utan stjórnmálanna til
að leita stjórnmálalegra leiða. Hún notar listrýmið markvisst í tilraun til umræðu
inn á við, á meðal þeirra sem tóku þátt í verkinu. Einnig nýtir hún það til að
móta umræðu út á við með því að vinna skipulega með þá athygli sem verkið
skapaði. Þessi aðferð leiddi í kjölfarið til enn frekari umMöllunar um verkið í Möl-
miðlum, eins og þegar Ósk var boðið að ræða gjörninginn á alvarlegum nótum í
umræðuþættinum Silfri Egils.
Markmið Óskar voru þau að birta áhorfendum og samfélaginu á gagnrýninn
hátt það hugboð sitt að brestir væru komnir í grunnforsendur og -stoðir sam-
félagsins. Hún víkur sem listamaður frá beinni listrænni starfsemi í tengslum
við verkið. Í staðinn staldrar hún við og túlkar, í virku brotthvarfi frá viðtekinni
listrænni aðferð, úrræðaleysi listarinnar, í reynd, gagnvart hinu stóra samhengi
samfélagsins. Þannig dregur Ósk sig í hlé frá listinni í því sem þó er listrænn
gjörningur. Aðferð Hlyns var sú að reyna að skapa umræðu með því að berjast
gegn vissu ástandi í mótsögn; hún var neikvæð. Aðferð Óskar var jákvæðari í
því að aðgerðinni var ekki stefnt gegn neinu ákveðnu. Í staðinn einbeitti hún sér
að því að virkja samfélagið í kring um sig – hugsjónir þess og drauma – til þess
að koma formi á óræðar hugmyndir og skoðanir. Að hluta til var listamaðurinn
að bregðast við á heimspekilegan hátt, til að ná tökum á þeim heimi sem hann
þarf að túlka, bregðast við og auka. Í opinberri umræðu tekur hún þó fram að
hvatinn að verkinu hafi verið mótspyrna við ríkjandi framkvæmdagleði innan
þjóðfélagsins og einhæfar áherslur á aukinn hagvöxt. Því var þetta eitthva! anna!
sem hún sóttist eftir tengt sköpun, tilfinningum og samfélagslegum gæðum, sem
mótvægi gegn ríkjandi hugmyndum um Márhagslegan ábata og hagvöxt. Hún er
því í tilraun sinni að reyna að snúa umræðunni frá dýrkun á forsendum auðvalds-
Hugur 2013-4.indd 71 23/01/2014 12:57:26