Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 126
Helmuth Plessner
um sér og öðrum að maður hefur meðtekið aðstæðurnar og losað þannig um tak
þeirra á sér. Aðstæðurnar laða fram brosið sem vísar jafnharðan til þeirra aftur, þó
með daufum hætti sé. Það veltur síðan á blæbrigðum tjáningarinnar og hverjum
þeim sem túlkar brosið hvort daufleikinn mildar eða skerpir merkinguna. Skjálfti
í munnvikunum kann að særa, breitt Haha og Hoho að seMa. Sem viðbragð og
tákn um skilning eða skilningsleysi lýsir brosið upplifun af aðstæðum ekki síður
en getu til viðeigandi tjáningar á blygðun, hógværð, sakleysi, undrun og furðu,
kennslum og efa. Látbragðið þarf vissulega ekki alltaf að þýða eitthvað. Ráðvillt
og aulalegt bros byggir kannski á hreinum líkamlegum þáttum en gefur samt sem
áður kost á túlkun þótt enginn ásetningur sé til staðar. Leikandi áhyggjuleysið í
ásjónu ungbarnsins og göfug friðsæld í andlitsdráttum hins látna eru ósjálfráð
teikn. Samt sem áður kunngjöra þau eitthvað.
Táknrænt eðli brossins, það er meðvituð tákngerving þess og möguleikinn á að
gera náttúrulega tjáningu að leikandi látbragði, ljær brosinu þögn sem segir meira
en þúsund orð. Þar með hefur það sama grundvöll og tungumálið, brosið ber að
skilja, það merkir og þýðir eitthvað en þó á yfirvegaðri, duldari, óljósari hátt. Það
skortir kannski orð og inntak, en kann allt eins að vera þrungið merkingu. Loks
getur það verið óþrjótandi, ómælanlegt og tjáð meira en orð fá lýst. Margræðni
þagnarinnar og brossins eru skyld fyrirbæri, jafngild og torræð í orðsins fyllstu
merkingu. Stöðvi þögnin straum samtalsins til að veita honum áfram eftir neðan-
jarðarfarvegi, rjúfi hún með kyrrðinni hið sagða, afmarki það, dýpki, heMi það upp
á svið hins ósegjanlega eða láti það Mara út, líkt og deyjandi óm tónlistarinnar, þá
tekst brosinu hið sama. Þögult gefur það með sínum hætti kyrrðina til kynna, hið
dulda og hið dýrmæta, rétt eins og hið frelsaða sem hefur gefið frá sér eigur sínar
og þekkingu og sigrast á heiminum. En erindi þess þarfnast ekki lengur viðfangs.
Því ber ekki lengur að „skilja“ bros lotningarinnar, draumóranna, algleymisins
eða endurlausnarinnar. Slíkt bros hefur snúið baki við heiminum, merkir ekkert
lengur heldur slakar á og deyr út líkt og tjáning brossins við einföldustu aðstæður.
Tærleikinn afhjúpar mikilfengleika þess, göfugleika mannkynsins.
III
Sérstaða brossins er fólgin í margræðni þess, það birtist í gjörólíkum kringum-
stæðum sem eiga ekkert sameiginlegt og blæbrigðarík tjáning þess á Mölbreytt-
ustu ástríðum er einstök meðal tjáningar og svipbrigða. Vísindin hafa hingað til
staðið ráðalaus frammi fyrir brosinu og lagt of einhliða áherslu á þá vísbendingu
sem býr í tungumálinu; að brosið sé vísir að hlátri eða hlátur í burðarliðnum
(statu nascendi).9 Samkvæmt þeirri skoðun má upp að vissu marki leysa brosið
af hólmi með hlátri, enda beri að rannsaka brosið sem viðauka við hláturinn,
sjálft þarfnist það engrar sérstakrar athygli. Nákvæmari greining okkar hefur sýnt
fram á annað. Brosið er tjáningarháttur sui generis sem hæfir ólíkum og missterk-
um tilfinningum, svo lengi sem hvatateikn þeirra eru lítt áberandi. Sem tjáning
Latína, merkir „í fæðingu“.
Hugur 2013-4.indd 126 23/01/2014 12:57:29