Hugur - 01.01.2013, Page 88

Hugur - 01.01.2013, Page 88
 Ingimar Ólafsson Waage, Kristján Kristjánsson og Amalía Björnsdóttir kennaranna. Samkvæmt því má halda því fram að á meðan svo er séu nemendur „ofurseldir yfirboðurum sínum“, svo notað sé orðalag Guðmundar Heiðars Frí- mannssonar.57 Þar með fara nemendur á mis við þá mikilvægu reynslu sem felst í því að vera ábyrgir gerendur í eigin lífi og hafa eitthvað að segja um það hvernig dagarnir líða í skólanum. Ætla má, af reynslurannsóknum og hugmyndafræði Deweys að dæma, að aukin ábyrgð nemenda skili öflugri námsmönnum.58 Virkni nemenda leikur stórt hlutverk í þeirri merkingu sem þeir leggja í nám sitt og þeim tengslum sem námið myndar við raunveruleika þeirra. Þótt nemendur virðist virkir og ófeimnir í umræðum virðast þeir síður bera virðingu fyrir hugmyndum annarra og í efri bekkjum dregur úr hlutlægni og gagnrýnum vinnubrögðum að mati kennaranna. Ætla má að þessi vaxandi skort- ur á umburðarlyndi eigi beinlínis rætur sínar að rekja til þess að margbreyttur reynsluheimur ólíkra nemenda, sem Dewey telur skipta sköpum í skilningi ein- staklinga á lífsaðstæðum annarra, er sjaldnar til umræðu á efri skólastigum m.a. fyrir sakir aukinnar áherslu á námsgreinarnar sjálfar og þeirrar sérhæfingar sem virðist vera skólakerfinu hugleikin.59 Gagnrýnin hugsun og vinnubrögð eru verk- færi sem þarfnast þjálfunar og virðast því talsverð sóknarfæri fyrir kennara á þessu sviði. Weinstein tengir hæfni í gagnrýninni hugsun beint við lýðræðisþroska og telur að markviss þjálfun og kennsla í henni sé mikilvæg smurning fyrir tannhjól lýðræðisins.60 Kennarar sögðust hvetja nemendur til lýðræðislegrar hugsunar og kynna fyrir þeim fleiri en eina hlið á viðfangsefnum. Þeir segjast veita nemendum tækifæri til að koma eigin skoðunum á framfæri og láta þá finna að þeir virði skoðanir þeirra. Hins vegar forðast kennarar að ræða umdeild mál, stjórnmál eða trúmál, mismik- ið þó. Kennarar forðast almennt að ræða stjórnmál við nemendur sína og kemur líklega til ótti við að vera sakaðir um að innræta þeim ákveðnar stjórnmálaskoð- anir. Öðru máli gegndi þegar trúmál voru annars vegar; þeir ýmist forðuðust þau eða ræddu óhikað. Í hugum hluta þátttakenda virðist trú vera persónulegt mál- efni sem best sé að ræða sem minnst en hinir kunna að hafa opnari afstöðu. Á undanförnum árum hefur gagnrýni á störf kirkjunnar vaxið og orðið opinskáari og skýrir það hugsanlega þennan innbyrðis mun á þátttakendum. Trúmál geta einnig snert ólíka samfélagsþætti, s.s. innflytjendur og umburðarlyndi, og hafa sterkar skoðanir hugsanlega áhrif á trúmálaumræður. Kennarar virðast síst forðast umdeild málefni önnur en stjórnmál eða trúmál. Ástæða er til að draga í efa að kennarar séu sjálfum sér samkvæmir þegar þeir segjast kynna fleiri en eina hlið á viðfangsefnum fyrir nemendum – þegar þeir undanskilja þá þætti sem snerta viðhorf og gildismat nemenda. Stór hluti af reynsluheimi þeirra er þannig undan- skilinn umMöllun – hálfpartinn þagaður í hel – hver svo sem ástæðan er. Því fer forgörðum mikilvægt tækifæri fyrir nemendur til að dýpka skilning sinn á Möl-  Guðmundur Heiðar Frímannsson .  Rogoff, Matsuov og White ; Dewey , .  Dewey , .  Weinstein . Hugur 2013-4.indd 88 23/01/2014 12:57:27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.