Hugur - 01.01.2013, Síða 34

Hugur - 01.01.2013, Síða 34
 Stefán Snævarr ólgusjó sögunnar ef heilar manna hefðu almennt verið klofnir. Kjarnasjálfið líkist klofna heilanum, útvíkkaða sjálfið þeim samstæða. Í ofanálag hefur hugveran segni, hún er jú merkingarþrungið, tímabundið fyrir- bæri með upphaf, miðpunkt og endi. Sé hugveran kjarnasjálfið þá er erfitt að sjá annað en að mögulegt kjarnasjálf hafi a.m.k. lágmarksmagn af segni. Hvað um það, hinn ungi Zahavi gerði sig sekan um það sem ég nefni „hug- veruvilluna“. Sú villa felst í því að rugla hugveru og sjálfi saman, sjá ekki að mann- leg hugvera er hluti af sjálfinu, ekki sjálfið sjálft.39 Auk þess sá Zahavi ekki segni hugverunnar. Breski heimspekingurinn Galen Strawson gerist líka sekur um hugveruvilluna. Hann segir að það sem við köllum „sjálf“ sé á vissan hátt ekki til, það sem sé til séu hugverur sem koma og fara. Strawson kallar hugverurnar „SESMETS“, sem er stytting á „Subjects of Experience that are Single MEntal Things“.40 Þessar hugverur séu burðarás reynslu en séu bara til á því augnabliki sem reynslan eigi sér stað. Þetta hljómar eins og argasta hughyggja en Strawson er hreint enginn hughyggjumaður. Að hans áliti eru hugverurnar efnislegar í eðli sínu. Efnið hefur reyndar andlegan þátt sem birtist hvað skýrast í hugverunum. Strawson er fylgj- andi „raunverulegri efnishyggju“ (e. real materialism). Sú er ekki smættarhyggja heldur lítur hún á andann sem raunverulegt, efnislegt fyrirbæri.41 Um leið megi leiða samsálarhyggju (e. panpsychism) af raunverulegri efnishyggju en samkvæmt samsálarhyggju Strawsons er efni það eina sem til er – um leið og efnið hefur ákveðinn sálarþátt.42 Hvað um það, Strawson telur að sagnhyggjan um sjálfið eigi ekki við rök að styðjast. Því til sönnunar segir hann að sumt fólk hafi alls enga reynslu af lífi sínu sem samhangandi sögu. Slíkt fólk sjái líf sitt sem safn einangraðra viðburða og kallar hann slíka menn „Episodics“. Vissulega sé til fólk sem sjái líf sitt sem sam- hangandi í tíma, til þess hóps teljist einstaklingar sem reyna líf sitt sem sögu. En menn geti sem sagt haft sjálf án þess að reyna líf sitt sem sögu.43 Við þetta hef ég margt að athuga. Í fyrsta lagi er Strawson ekki samkvæmur sjálfum sér þegar hann segir annars vegar að sjálfið sé safn hugvera, hins vegar notar hann sýn fullmótaðra persóna á sjálfa sig sem rök varðandi sagnsjálfið.44 Hann kann að hafa fundið rök gegn hugmyndinni um að persóna manna sé sagnbundin en ekki gegn kenningunni um sagnsjálfið. Í öðru lagi gæti hugsast að sjálfið væri safn af hugverum en hugverur þessar hefðu mikið magn segni. Þær eru jú tímabundin fyrirbæri. En er hægt að ákvarða gefið S sem SESMET án þess að þekkja sögu þess? Reyndar er erfitt að sjá hvern- ig hægt sé að sanna tilveru SESMETa. Það er engin röknauðsyn að segja sjálfið  Ekki verður annað séð en að Zahavi hafi breytt um skoðun. Eins og hér hefur komið fram talar hann nú eins og hugveran geti vart verið til nema sem hluti af útvíkkuðu sjálfi.  Strawson : .  Strawson :  og víðar.  Um samsálarhyggju, bæði útgáfu Strawsons og annarra, sjá Allen-Hermanson og Seager .  Strawson . Sjá einnig Strawson : –.  Þessar fullmótuðu persónur sjá líf sitt sem sögu eða söguleysu, þær eru ekki hugverur sem koma og fara. Hugur 2013-4.indd 34 23/01/2014 12:57:24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.