Prestafélagsritið - 01.01.1930, Side 8
PrestsfélagsritiO.
FRÁ ALÞINGISHÁTÍÐINNI.
Á þúsund ára hátíðinni 1874 fór fjörkippur um þjóðina.
Menn vöknuðu við, sáu ótal verkefni framundan og fyltust löng-
un til þess að vinna landi sínu meira gagn en áður. Flest var
óunnið, sem gera þurfti. Heilög skylda bauð þeim að hefjast
handa, og þeir brugðust henni eigi. Mörgu frækorni varð sáð,
sem nú er vaxið tré. Vormerki sáust og sumar kom. Aftur
er oss nú runnin þúsund ára hátíð. Þriðjungur þjóðarinnar
kemur saman til þess að fagna henni, og munu slíks fá dæmi
eða engin í sögunni. Hún fer hið bezta fram. Enginn, sem
staddur var við Öxará til þess að minnast fyrsta þingsins þar
og horfa í anda yfir sögu þjóðar sinnar síðan, getur gleymt
því, hvernig hann sá hana þar. Hún stóð saman, maður við
mann. Sú mynd og umgerðin glæsta verður greypt svo fast í
huga, að hún getur að lokum blasað við á banastundu: Þjóð
vor. Land vort. Vonandi verður nú þjóðarhrifningin eigi minni
en áður, né hvötin til þess að leysa verkefnin af hendi, sem
vinna þarf. Þau eru að sumu orðin önnur, en þó ærin og
óþrjótandi enn sem fyr. Mest þörfnumst vér nú samúðar, sam-
úðar innbyrðis milli allra stétta og stjórnmálaflokka. Hátíðarand-
inn þarf að haldast áfram. Það var gleðilegt, hversu deilur þögn-
uðu, blöðin sömdu vopnahlé og hugir manna og óskir lögðust
á eitt. Á hátíð sæmir eigi, að bræður berjist. Sýnum það í
verkinu á komandi tímum, að hrifningin, sem snart oss, sé
djúp og hrein og sönn. Munum það við hvert starf vort á
komandi tímum, að ein er þjóð vor, eitt land og einn himinn,
og að vér eigum allir að vera eitt hvað sem skoðanamun
1