Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 23
16
Sigurður P. Sívertsen:
Preslafélagsritiö.
Eða bjartsýnin, sem birtist í siðgæðishugsjóninni, sem Jesús
heldur upp fyrir lærisveinurn sínum: >Verið þér því full-
komnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn* (Matt.
5,48). Þeir eiga að keppa að þeirri fullkomnun, sem er í ætt
við og líkist alfullkomnum kærleika æðstu verunnar. Ekki er
til lítils ætlast, eða lágt stefnt. Og hvernig væri unt að gera
slíka kröfu til ófullkominna manna, ef ekki hefði sá, er orðin
talaði, verið sannfærður um möguleika þá, sem með mannin-
um byggju, og borið óskorað traust til þeirra hæfileika, sem
hverjum rnanni væru gefnir í vöggugjöf, og von um, að þeir
hæfileikar fengju að lokum að njóta sín til fulls hjá hverjum
þeim manni, sem gæfi sig Guði á vald og gerði vilja hans
að meginreglu lífs síns.
Eða í bæninni um einingu lærisveinanna; birtist bjartsýni
]esú ekki einnig fagurlega þar? »Allir eiga þeir að vera eitt,
— eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, eiga þeir einnig
að vera í okkur« (]óh. 17,21).
Þannig mætti lengi halda áfram. En þess er ekki þörf.
Aðeins langar mig til að nefna enn ein ummæli, sem mér
lengi hafa þótt svo fögur og undursamlega bjartsýn. Það eru
þessi orð í 11. kap. Markúsarguðspjalls: »Og ]esús svaraði
og segir við þá: Trúið á Guð. Sannlega segi ég yður, hver
sem segir við fjall þetta: Lyftist þú upp og steypist þú í hafið!
og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir að svo fari sem hann
mælir, honum mun verða að því. Fyrir því segi ég yður:
Hvers sem þér biðjið og beiðist, þá trúið að þér hafið öðlast
það, og þér munuð fá það« (v. 22—24). Þarna er bæði með
líkingarorðum og með berum orðum lögð hin mesta áherzla
á, hve mikilsvert sé að ireysta Guði, og á sigur hins góða.
Þarna er fagnaðarboðskapur bjartsýninnar, er fullyrðir, að það,
sem virðist ómögulegt og óviðráðanlegt mannlegum kröftum,
verði framkvæmanlegt og viðráðanlegt, ef nóg sé traustið á
sigur hins góða fyrir hjálp frá hæðum.
Fyrstu lærisveinar ]esú líktust meistara sínum í því, að
vera bjartsýnir á hið góða. Þeir voru bjartsýnir á náð Guðs,
á afskifti ]esú úr dýrðinni á líf þeirra, og á kraftinn frá hæð-