Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 28
Presiafélagsritiö.
Bjartsýni á sigur hins góða.
21
Snúum oss nú til vorrar eigin þjóðar á þessum merkilegu
tímamótum, sem vér lifum á. Vér erum að því komin að
halda þjóðarhátíð, þá mestu og merkilegustu, sem núlifandi
kynslóð getur vænst að fá nokkurntíma að taka þátt í.
Aldrei eiga menn eins margar góðar óskir fram að bera,
eins og á hátíðlegustu stundunum í sfnu eigin lífi og í lífi
þjóðar sinnar. Margar fagrar óskir verða því efalaust bornar
fram á þessum tímamótum í lífi þjóðar vorrar, óskir um
»gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis-
braut*.
En gætum eins í sambandi við þær óskir. Það er skilyrð-
um bundið, og undir sjálfum oss að miklu leyti komið, hvort
og hvernig þær óskir rætast.
Þegar vér hugsum til óskanna mörgu, þjóð vorri til har.da,
sem bærast munu í brjóstum landsins barna á þessu merkis-
ári, þá má gera fyrirfram ráð fyrir, að þær verði æði ólíkar,
því að einn lítur á þetfa, og annar á hitt, sem hver um sig
telur undirsföðuatriði, þegar um heill og hamingju þjóðarinnar
er að ræða. En hversu ólíkar, sem óskirnar kunna að vera,
má þó ganga að því sem gefnu, að þær megi flokka í tvent,
annars vegar óskir um verklegar framfarir og vellíðan allra,
en hins vegar óskir um göfgun þjóðarinnar og einstaklinga
hennar.
Lítum nú á óskirnar mörgu með þessa skiftingu í huga.
Tökum fyrst fyrri flokkinn, óskirnar um verklegar fram-
farir og vellíðan allra. Hverjir eru líklegir að vinna að því,
að þær óskir rætist sem bezt í framtíðinni? Skyldu það
verða þeir, sem litla trú hafa á framtíðarmöguleika þjóðar
vorrar? Gildir ekki enn um þá menn það lögmál, sem eitt
af stórskáldum vorum orðaði á þessa leið í ljóðum sínum um
Siðustu aldamót:
»Því gulliö sjálft veslast og visnar í augum
þess vonlausa, trúlausa, dauÖa úr taugum* (E. B.)
Eru hinir ekki líklegri til að leiða þjóðina á braut fram-
fara og vellíðunar, sem trúa á framfaramöguleikana, og sem
lifa í samræmi við þessi orð skáldsins: