Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 35
28
Francis Younghusband:
Prestafélagsritiö.
þá geti heldur ekkert gott verið til né nein leið til þess að
gleðjast yfir góðu verki. Ef enginn gæti verið annað en góður,
myndi öll lífsánægjan hverfa. Vér myndum verða aðeins eins
og jurtagróður — eða jafnvel standa enn lægra, verða eins
og tómar vélar. 011 gleðin yfir því að vera góður er af því
runnin, að vér hefðum getað orðið vondir, hefðum vér ekki
reynt að verða góðir af ráðnurn huga. Og enginn er góður
að öllu. Vér þörfnumst þess að verða betri og vinna betur.
Vér látum oss aldrei nægja það að lifa óaðfinnanlega. Vér
keppum eftir meiri og meiri þroska í því, sem gott er. Og
sú viðleitni væri með öllu einskis virði, ef enginr. möguleiki
væri á því að falla. Möguleikinn til þess að gera ilt er nauð-
synlegt skilyrði þess, að unt sé að gera gott.
Hið sama gildir um þjáninguna. Væru kvöl, erfiði og
dauðahætta óhugsandi, þá myndi engin varúð eiga sér stað
gegn hættum, né nein hvöt til einbeittrar viðleitni. Allur fögn-
uður yfir mikilli framtakssemi og göfugri viðleitni yrði þá úr
sögunni. Varnaðarmerkin hyrfu. Lífið myndi missa krydd sitt.
Hugprýði rnyndi verða óþörf. Og enn á ný myndi maðurinn
verða að vél.
Eg ætla ekki að halda fram þeirri kenningu, að ósýnilegur
en almáttugur Guð rétti að oss þjáningar eins og móðir
löðrung þrjózku barni eða skólastjóri berji óþekkan dreng.
En sú nauðsyn virðist mér ríkja í tilverunni, að eigi nokk-
urar framfarir að verða áfram og upp á við, þá hljóti böl og
þjáning að geta átt sér stað.
Ef menn héldu því fram, að skaparinn hefði skapað heim-
inn alfullkominn frá upphafi, þar sem hann hefði máttinn til
þess, þá myndi ég svara fullur bjartsýni: Alfullkominn heimur
myndi vera ófullkominn einmitt sökum fullkomnunar sinnar.
Sönnust fullkomnun er sóknin eftir meiri fullkomnun. Full-
komnunin er fólgin í sókninni. Og það er þessi viðleitni til
að eignast meiri fullkomnun, sem vér finnum að vér eigum.
í sjálfum oss og heiminum umhverfis oss er augljós viðleitni
til þess að bæta ástandið frá því, sem nú er. Jafnvel meist-
ararnir mestu eru aldrei ánægðir. Þeir myndu gjarnan vilja