Prestafélagsritið - 01.01.1930, Síða 60
Prestaíélagsríiiö. Kirkjan og þjóðfélagsvandamálin.
53
haslaði því vðll frá fyrstu atrennu og til hins svokallaða
*friðarfundar« í Versölum, þar sem örlög sumra þjóða voru
ákveðin í náinni framííð, — alt þetta sameinaði ensku kirkj-
urnar til samhuga starfs á þjóðmálasviðinu. Stríðinu lýkur
árið 1918, en árið eflir hefja þau W. Temple, biskup
og konan Lucy Gardner, af trúflokki Kvekara, raeki-
legan undirbúning að stórmiklu kirkjuþingi allra enskra kirkna
um trúmál og þjóðfélagsleg vandamál. Snerist fljótt hópur
áhugamanna um þessi efni í lið með þeim og einskonar
yfirráð, sem var skipað 300 mönnum, er sett á laggirnar.
Þar áttu sæti 14 biskupar ensku ríkiskirkjunnar og fjöldi
presta og virðingarmanna kaþólsku kirkjunnar. Ennfremur
leiðandi menn allra enskra fríkirkna, þar á meðal Unitarar
og Kvekarar. Kristilega stúdentahreyfingin átti þar fulltrúa,
og þar voru sérfræðingar hinna ólíkustu sviða þjóðfélagsins,
prófessorar, bókaútgefendur o. s. frv.
Aukanefnd var síðan kosin til þess að undirbúa þingstörfin
og flokka þau niður. Var upphaflega ákveðið að rannsaka
níu vandamál og voru þau þessi: Uppeldismál, húsnaeðismál,
kynferðismál, atvinnumál, hegningarlöggjöf, hernaðarmál og
alþjóðasambönd, vandamálin um iðnað og eignir, stjórnmál og
borgararétt. Ennfremur var talið nauðsynlegt, að taka til at-
hugunar hlutverk kirkjunnar í þjóðfélagsvandamálunum og
áhrif kristindómsins og félagslegu vandamálin í ljósi kirkju-
sögunnar, eðli Guðs og tilgang Guðs með heiminum. Var á
þennan hátt skýrður grundvöllur hreyfingarinnar bæði frá
sögulegu og trúarlegu sjónarmiði. — Verkefnin, sem fyrir
lágu, voru nú orðin að minsta kosti tólf, og hvert um sig
geysilega umfangsmikið. En allan undirbúning skyldi vanda
sem bezt. Var þá horfið að því ráði, að fá hvert mál í hendur
sérstakri nefnd, og voru allar þessar 12 nefndir skipaðar
mönnum með sérþekkingu, af öllum kirkjuflokkum og lífs-
skoðunum. Næsta skrefið var að gefa út bók með greinum
og spurningum viðvíkjandi öllum þessum málum. Var henni
síðan dreift út um alt Stóra-Bretland, alls um 200000 eintök.
Kom þá greinilega í Ijós áhugi manna á þessum málum.