Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 64
Pj eiiafélagsriliO. Kirkjan og þjóðfélagsvandamálin. 57
me8 því að veifa þeim ungum skynsamlega fræðslu og
hreinskilnislegar upplýsingar um kynferðislífið. Tvent er
þá nauðsynlegt: Fyrirmynd foreldranna og þekking á Guði.
4. Þrátt fyrir óhagstæð lífsskilyrði í félagslífi nútímans, er
hreinleikinn hugsjón, sem unt er að gera að veruleika; en
siðferðileg barátta mótar skapgerðina.
5. Konan má aðeins verða móðir í hjónabandinu, því ao
fjölskyldan ein getur veitt barninu fullkomið uppeldi.
6. Hjónabandið er list, sem krefst mikillar vizku, þolinmæði
og reynslu. HjónabandiÖ getur því aðeins orðið hamingju-
samt, að virðing æskunnar sé vakin fyrir helgi þess.
Kvikmyndahús, óvandaðar skáldsögur og grínblöð vorra
tíma gera mikið ógagn.
7. Takmörkun barnafæðinga virðist vera orðin óhjákvæmi-
leg, en sorgleg nauðsyn, bæði af fjárhagslegum og heil-
brigðislegum ástæðum. — Um þetta atriðið var nefndin
klofin:
a) Fyrri skoðunin telur óleyfilegt að nofa varnarmeðu!
til þess aÖ forðast frjófgun, af því að þau séu óeðli-
leg og leiði til siðspillingar.
b) Síðari skoðunin telur ekkert Ijótt eða ósiðferðilegt
við notkun slíkra varnarmeðala. Aftur á móti séu þau
nokkur trygging fyrir því, að barn sé getið með ráðn-
um hug og af fullri ábyrgðartilfinningu.
2. Meimili og fjölskyldulíf.
1. Húsnæðisvandamál nútímans þarfnast gaumgæfilegrar
rannsóknar, út frá þeim skoðunum, sem uppi eru um
heimili og fjölskyldulíf.
2. Fjölskyldan er undirstaða alls félagslífs. Fyrir því þarfn-
ast hún heimilis, þar sem gæzka, sannleikur, fegurð og
gleði móta allan heimilisbraginn.
3. Barnið má hvorki vera eign né leikfang foreldranna. Það
verður að móta skapgerð þess, bæði trúarlega og félags-
lega, og jafnframt hlúa að persónueðli þess.
4. Fjölskylda og þjóðfélag eiga að styrkja, efla og vernda