Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 67
60
Krisíinn F. Sfefánsson:
Pro6ÍaféIsgsriii&.
þroska raannanna; og frúarlegt gildi, sem skapast fyrir
þann siðgæðiskraft, sem notkun auðæfanna fil góðs hlýtur
ávalt að hafa í för með sér.
6. Eignir eru til í þrennskonar mynd: Fasfeignir, lausafé
og peningar. Mestu vandamálin eru í sambandi við tvent
hið síðar nefnda, af því að hvorttveggja getur aukist
og margfaldast svo stór-kostlega og safnast á hendur fárra
manna. En þar af kemur flokkaskifting nútímans í íhalds-
menn þá, sem eiga alt fjarmagnið, og verkamenn, sem
lifa af vinnu sinni, en eiga ekkert.
7. Það er ósiðferðilegt að lifa af fasteignum, hverjar sem
þær eru, sé þeirra aflað á óleyfilegan hátt eða fengnar
sem arfur. Það er óheilbrigt' að lifa og auðgast af fé,
sem maður hefir ekkert unnið til því að vinnan ein
skapar auðinn.
S. Samkvæmt hinni kristilegu hugsjón eru mennirnir aðeins
ráðsmenn Guðs yfir auðæfunum, og ber því skylda til þess
að nota þau sjálfum sér og öðrum til blessunar. Þessvegna
er auðskifting vorra tíma og notkun auðæfanna ókristileg
og krefst róttækrar breytingar, sem allir kristnir menn
verða að taka þátt í að koma á.
3. Stjórnmál.
1. Tilgangur ríkisins er sá, að koma á og varðveita réttlátt
stjórnarfyrirkomulag á siðferðilegum og trúarlegum grund-
velli. Vald sitt hefir ríkið frá Guði og ber því borgur-
unum að sýna lögum þess hlýðni, svo framarlega sem
þau eru réttlát og stefna að því, að bæta mennina og
efla guðsríki á jörðinni.
2. I lýðveldisríkjum nútímans er einstaklingurinn ekki lengur
aðeins þegn, heldur ríkisborgari, sem hefir fulla ábyrgð á
stjórn ríkisins. Þessvegna verður ríkið að taka tillit til
samvizku kristins manns.
3. Ahrif kristindómsins á stjórnmálalífið verða að fara vax-
andi. Kirkjan verður að starfa meira á því sviði en hún
hefir gert hingað til.