Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 68
Pröstafélagsritið. Kirkjan og þjóðfélagsvandamálin. 61
4. Stjórnarfarið verður að vera í sainræmi við menningar-
stig hverrar þjóðar. Þingræðisfyrirkomulag er bezta
stjórnarfyrirkomulagið, en til þess að það komi að fullu
gagni, er stjórnmálalegt uppeldi borgaranna nauðsynlegt.
5. Stjórnmálaflokkar eru nauðsynlegir, af því að margar leiðir
liggja að sama marki og sannleikurinn hefir margar hlið-
ar. En flokkadrættir þýða hnignun stjórnmálabaráttunnar
og gera stjórnmálin að verkfæri eigingirni og valdaraetn-
aðar.
6. Það er hlutverk kirkjunnar að vaka yfir því, að andi
Krists ráði í stjórnmálunum, og beztu menn þjóðarinnar
verði leiðtogar flokkanna.
Aðalstarf kirkjunnar í stjórnmálunum á að vera á sviði
vandamála félagslífsins; en jafnframt ber henni að starfa
að vaxandi skilningi og aukinni samúð milli flokkanna.
7. Sérhverjum kristnum manni ber skylda til þess að starfa
að héraðs og bæjarmálum, sé hann kvaddur til þess
— eftir því sem kraftar hans og hæfileikar ná. Þá geta
kirkjusöfnuðir komið á almennum umræðufundum um
þjóðfélagsmál og á þann hátt vakið athygli manna fyrir
stjórnmálum. Vel mætti þetta verða leið til þess að göfga
stjórnmálalífið.
8. Dlöð og tímarit eru líklega áhrifamesta valdið í stjórn-
málum, bæði til góðs og ills. Kirkjan þarf að vera á verði
og reyna að hafa kristileg áhrif á blaðstjórnendur. Vera
má að rétt væri, að ríkið setti ákvæði um það, að þeir,
sem ætluðu sér að verða blaðamenn, yrðu látnir ganga
undir prófraun, sem veitti þeim blaðamannarétt. Undir
öllum kringumstæðum verður að losa stjórnmálablöðin
undan áhrifum auðvaldsins.
* *
Þannig telur Copec upp flest svið þjóðlífsins og bendir á
það, sem rangt er, og gefur ýmsar bendingar, sem orðið gætu
til bóta. Copec er það ljóst, að kirkjan á þar mikið verk að