Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 73
Prestafélagsrifið.
EINING KIRKjUNNAR.
Eftir séra Helga Konrádsson.
I.
Venjulega er kirkja Krists talin stofnuð á hvítasunnudegi
hinum fyrsta, þegar lærisveinunum var sendur heilagur andi,
og þeir hófu að boða ]esú Krist, krossfestan og upprisinn
frá dauðum, og að skíra í nafni hans þá, sem tóku trú. Þetta
er rétt að því leyti, að upp frá þessum degi sýnist eins og
lærisveinarnir séu sér þess fullkomlega meðvitandi, að þeir
séu félagsbræður, tengdir órjúfanlegum böndum. Kirkjan er
samfélag þeirra, sem trúa á Jesú Krist. — Vel mætti þó
einnig segja, að kirkjan eigi stofndag sinn, þegar ]esús kallar
fyrstu lærisveina sína, og þeir yfirgefa alt og fylgja honum.
Eftir það fylgja honum altaf nokkrir hinir trúustu, og þá gerði
hann að sendiboðum út um landið, til þess að þeir boðuðu
guðsríkið. Eftir þetta er ekki hægt að sjá annað en að þessi
fámenni hópur hafi fylgst að. Jesús kendi þeim, og þeir boð-
uðu aftur öðrum orð hans. Kirkjan var tekin til starfa, ein
óskift kirkja.
A hvítasunnudag komust allir meðlimir hennar fyrir í einni
stofu, en »á þeim degi hættust við hér um bil þrjú þúsund
sálir* (Post. 2,4i). Síðan hafa vafalaust aldrei allir meðlimir
hennar safnast saman undir einu þaki, en engu að síður er
söfnuðinum þannig lýst í Postulasögunni, að í honum hafi
verið eitt hjarta og ein sál. Þegar fram liðu stundir, varð þó
ágreiningur milli Páls og frumpostulanna og nokkurir flokka-
drættir urðu innan kirkjunnar. Þetta er sagt hér aðeins til að