Prestafélagsritið - 01.01.1930, Síða 81
74
Helgi Konráðsson:
Prejtafélagsritiö.
árangurslaust. Þó hefir rómverska kirkjan gengið það lengst,
að hún hefir ætlað að leyfa veitingu kvöldmáltíðarefnanna í
báðum myndum, og kvonfang presta, ef hákirkjan gengi öll
undir páfastólinn. En enska kirkjan viðurkennir aldrei, að hún
hafi glatað hinni postullegu röð eða að vígslur hennar séu
ógildar. Á því strandar. Vel má vera, að nú sé heldur að
verða færra með þeim en áður hefir verið, og stafar það af
einingarviðleitni kristnu kirknanna á Indlandi. Safnaðarstjórnar-
kirkjan (congregationalistar) og öldungakirkjan (presbyterianar)
þar hafa sameinast og mikil orðræða er um sameiningu við
ensku kirkjuna líka. Verður það mál rætt á hinu mikla bisk-
upaþingi í Lambeth nú á þessu ári. Aðalágreiningsatriðið er
prestsvígslan. Fríkirkjumenn telja vígslu sína fullgilda, og dettur
þó ekki í hug að halda því fram, að postullega röðin sé óslitin
og neita því, að endurvígsla sé nauðsynleg. Til samkomulags
hefir sú tillaga komið fram, að láta vígslu þeirra presta, sem
nú þegar starfa í fríkirkjunum, gilda líka í einingarkirkjunni,
en að allir þeir, sem taki vígslu eftir að sambandið er komið
á, hljóti hana af formlega vígðum biskupum.
Komist þetta á, þykir mörgum líklegt, að lokið muni vin-
áttu ensku kirkjunnar og þeirrar katólsku, vegna þess að
páfasinnum muni finnast þetta of mikil tilslökun og viður-
kenning á villu mótmælenda. En nú bíða menn með eftir-
væntingu úrslitanna. Verði þau í einingaráttina, væri ekki
ósennilegt, að fleira kynni að fara á eftir samskonar.
Þeim hluta ensku kirkjunnar, sem nefndur er lágkirkjan,
svipar mjög í skoðunum til lúthersku kirkjunnar, og hefir meiri
samúð með fríkirkjum Englands en rómversku kirkjunni.
Þannig sést, hvernig kirkja Englands horfir í báðar áttir,
annars vegar upp til rómversk-katólsku kirkjunnar og hins
vegar niður til sértrúarflokkanna. Hún er því með réttu nefnd
brúin á milli beggja.
V.
Það er siður en svo, að allar mótmælendakirkjur standi
sem einn maður gegn rómversku kirkjunni. Sértrúarflokkarnir