Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 82
Prestafélagsritið.
Eining kirkjunnar.
75
eru næstum því óteljandi og stundum eru ágreiningsatriðin
ekki stórvægileg. í sumar, sem leið (1929), héldu iveir flokkar
innan meþódistakirkjunnar fund með sér til samkomulags. Og
þegar farið var að grenslast eftir, í hverju skildi með þeim,
var höfuð-ágreiningsefninu lýst með svofeldum orðum, að
annar flokkurinn hefði kringlótta bauka við fjársöfnun í kap-
ellum sínum, en hinn flokkurinn notaði ferhyrnda bauka! Vit-
anlega var þetta sagt í spaugi, en þó er mikill sannleikur í
því fólginn. Agreiningsatriðin eru oftast minni en haldið er,
einkum þegar verið er að deila um málin.
Það væri langt mál að rekja öll ágreiningsatriði allra trúar-
ílokka. Oæti það alt fylt margar bækur. Hér verða aðeins
tekin fáein þau helztu og það einungis hjá-helztu flokkunum.
Stjórn kirknanna er mjög á ýmsan veg. Enska kirkjan hefir,
eins og áður er sagt, biskupastjórn með litlum íhlutunarrétti
safnaðanna. Hún er ríkiskirkja og lýtur þinginu. Lúterska
kirkjan er oftast ríkiskirkja og undir biskupastjórn. En söfnuð-
irnir ráða meiru. Sumstaðar hafa þeir leyfi til að kjósa prest,
eins og er hér á landi. Oldungakirkjan hefir á sér meiri lýð-
stjórnarblæ. Safnaðarfulltrúar ráða málunum til lykta. Hver
söfnuður ræður miklu sjálfur. Þó kýs hann fulltrúa, sem mæta
á þingi fyrir ákveðið umdæmi. Það þing er nefnt »presbytery«
og hefir biskupsvald. Auk þess hafa þeir synodu. Þar hafa
leikmenn jafnt atkvæðisrétt sem klerkar. »General Assembly*
heitir æðsti dómstóll þeirra. Hann nær yfir alt ríkið. í safnaðar-
stjórnar- (congregationalista) kirkjunni ræður hver söfnuður
sínum málum að fullu og starfar út af fyrir sig. Ekki bendir
öll þessi margbreytni á einingarhug. Og þó verður munurinn
meiri og skoðanirnar dreifðari, þegar farið er að bera saman
trúarskoðanir flokkanna. Mest áberandi verða hinar ýmsu
skoðanir á kvöldmáltíðinni. Aður hefir verið talað um eðlis-
breytingarkenninguna, sem er eign rómversku kirkjunnar og
ensku hákirkjunnar. Menn þeirrar skoðunar finnast og innan
fleiri flokka. Lúterstrúarmenn skýra, eins og kunnugt er,
nærveru Krists í kvöldmáltíðarefnunum þannig, að líkami hans
og blóð sé »í ineð og undir« brauðinu og víninu og raunveru-