Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 86
Presiafélagsritið
VÍGSLUBISKUP DR. VALDIMAR BRIEM
OG SÉRA ÓLAFUR BRIEM.
Ræða dr. theol. Jóns Helgasonar biskups í Stóranúpskirkju
við jarðarför þeirra feðga 8. maí 1930.
Náð og friður sé með yður öllum frá Guði föður vorum
og frelsara vorum og drotni Jesú Kristi. Amen.
Mikil og alvarleg eru þau tíðindi, sem gerzt hafa hér á
þessum stað og með ekki lengri millibili en tæpum hálfum
mánuði! Sízt grunaði mig, er ég dvaldi hér síðast, að það
ætti fyrir mér að liggja, er ég kæmi hér næsta sinn, að vera
viðstaddur þá alvarlegu athöfn, sem nú er hér að fara fram:
að sjá báða hina mikilsvirtu Stóranúpsfeðga á sömu stundu
borna út til síðasfa hvíldarstaðarins, sem bíður vor allra. Víst
mátti ég, ekki síður en aðrir, vera við því búinn, að þess
yrði ekki langt að bíða, að dánarbeður yrði búinn mínum
háaldraða vígsluföður og vini, svo þrotinn sem hann var orð-
inn að heilsu og kröftum. En hinu hafði ég ekki búist við,
að það ætti fyrir mér að liggja við sama tækifæri að eiga
að kveðja þá báða, föðurinn háaldraða og soninn enn á bezta
aldri, eins og nú er komið fram. Það er hvorttveggja, að ég
veit þess engin dæmi, að út hafi verið hafnar á sömu stundu
og stað andvana líkamsleifar tveggja presta sama prestakalls
og í ofanálag föður og sonar, enda má gera ráð fyrir, að
þessi óvenjulega kveðjustund verði oss öllum ógleymanleg.
Og þó er mér ljúft að mega trúa því, er ég horfi á þessar
líkkistur báðar, að eins og það var náðarvelgerningur við