Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 103
94
]ón Helgason:
Presiaféla^sritiö.
að halda katólska. guðsþjónustu þar í landi. Á írlandi hafði
anglikanska kirkjan verið lögboðin sem ríkiskirkja, enda þótt
mestur hluti íra væri katólskrar trúar. En vegna trúar sinnar
voru írar að mestu útilokaðir frá öllum ríkisembættum og
gátu ekki átt sæti á brezka þinginu. Eftir 1809 hefst barátta
fyrir pólitísku og kirkjulegu jafnrétti katólskra og mótmælenda,
og gekk bezt fram í þeirri baráttu hinn mikli áróðrar-maður
O’Connel (t 1847). Hafðist það fram að lokum, að hin gömlu
lög frá 1673 voru numin úr gildi 1829 og sett ný Iög
(emancipations-bill), þar sem nærfelt fullkomið jafnrétti ka-
tólskra og mótmælenda var viðurkent. En frá þeirri stundu
óx katólsku kirkjunni megin á Englandi; katólskum prestum
fjölgaði ár frá ári og katólskar kirkjur voru reistar víðsvegar
um land. Og um miðja 19. öld er svo komið, að Píus IX.
páfi endurreisir hið katólska helgivald á Englandi með því
að skipa þangað katólskan erkibiskup (sem kennir sig við
Westminster) með 12 lýðbiskupum undir sér. Á Irlandi hélst
þó hin anglikanska kirkja, sem ríkiskirkja, alt fram að 1869.
Sigurinn, sem katólskir höfðu unnið í »Kölnar-stríðinu«, hafði
þau áhrif á katólska menn á Þýskalandi, að nú álitu þeir sér
alla vegi færa, svo að ekki þyrfii að taka neitt tillit til al-
menningsálitsins meðal Þjóðverja. Þetta kom ekki sízt í ljós,
er Arnoldi biskup í Tríer áræddi að halda opinbera sýningu
á hinum >ósaumaða kyrtli Krists«, sem rómversku hermennirnir
forðum höfðu kastað hlutkesíi um, og, samkvæmt einhverri
uppspuna-erfisögu, átti að geymast í dómkirkjunni í Tríer.
Var sýning þessi haldin um sjö vikna skeið síðla sumars
1845. Var látið boð út ganga um sýninguna og heitið fullri
syndakvittun þeim, er tækju sér ferð á hendur til að skoða
kyrtil þennan. Meira en miljón pílagríma, menn af öllum
sféttum og þjóðernum, þustu nú til Tríer, og þótti þetta dýr-
legur vitnisburður þess, hver ítök hin gamla katólska trú ætti
enn í hjörtum almennings. En það kom bráít í Ijós, að menn
höfðu fagnað of snemma. Sýning þessi leiddi í ljós, að þeir
voru ef til vill enn þá fleiri meðal katólskra manna, sem alls
ekki voru ginkeyptir fyrir hinni katólsku trú, eins og hún