Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 111
102
Jón Helgason:
PrtciafálagsritiO.
annars ritað mjög hlutdrægt rit um siðbótina og í katólsku
alfræðiriti ótilhlýðilega grein um Martein Lúter, var tekinn að
veikjast í trúnni a blessun páfafylgisstefnunnar og hafði bakað
sér reiði kristmunka fyrir beryrði í garð þeirra og páfa-
kirkjunnar. En með bannfæringu jafn stórlærðs manns, fanst
mörgum sér vera nóg boðið. Þessir óánægjumenn létu ekki
við það sitja að mótmæla trúarsetningunni um óskeikunina,
heldur réðust þeir í að koma á fót nýju kirkjufélagi, sem
þeir kölluðu hina foxn-katólsku kirkju. Sjálfur áíti Döllinger
lítinn þátt í myndun þessa nýja kirkjufélagsskapar, en hélt
áfram vísindalegum iðkunum sínum sem háskólakennari og
rithöfundur. En hin forn-katólska kirkja hefir verið við lýði
fram á þennan dag, þótt aldrei hafi hún náð verulegri út-
breiðslu (á Þýzkalandi eru nú 40 þús., í Austurríki 30 þús.,
í Sviss 40 þús., sem telja sig til forn-katólskra safnaða, en
auk þsss eru allmargir söfnuðir á víð og dreif um Frakkland
og Spán, í Mexicó og á Ítalíu). Forn-katólskir menn gera
mun á hinni sýnilegu og ósýnilegu kirkju og halda því fram,
að ekkerf kirkjufélag geti talist hin eina sáluhjálplega kirkja.
Sjálfir hyggjast þeir fara hinn gullvæga meðalveg milli róm-
versku kirkjunnar og mótmælendakirkjunnar, þar sem þeir
sameini kirkjulegí algildisvald og persónulegt frelsi, og þeir
álíta sig kjörna til að greiða úr öllum játningamismun og að
ryðja braut kirkjulegri einingu. Þeir hafna að sjálfsögðu trú-
arsetningunni um óflekkaðan getnað Maríu, einnig einlífis-
skyldu klerka sinna og í guðsþjónustugerðinni hafa þeir látið
latínuna þoka fyrir móðurmálinu. Þeir halda loks fast fram
»postu!legu vígslukeðjunni* (successio apostolica) og telja sig
hafa öðlast hana með því að sækja biskupsvígslu til Jansen-
inga-kirkjunnar á Hollandi.
En þótt mörgum veittist erfitt að sætta sig við þessa nýju
trúarsetningu, þá var henni tekið með fögnuði af öllum al-
menningi og miklum meiri hluta katólskra klerka. Kristmunk-
urinn Perrone (t 1876) tók sér enda fyrir hendur að rök-
styðja hana í lærðu riti.
Afleiðingin af auglýsingum hinna nýju trúarsetninga kom