Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 113
Prestafélagsritiö.
104 ]ón Helgason:
hafði fengið að halda 1860, en það var aðallega Rómaborg
með umhverfi hennar.
En svo rann upp árið 1870, örlagaþrungið í stjórnlegu iil-
liti. Frakknesku hersveitirnar á Ítalíu voru kallaðar heim vegna
þýzk-frakkneska ófriðarins og nú stóð páfinn uppi varnarlaus.
Viktor Emanúel beið þá ekki heldur boðanna. Hann skund-
aði til Rómaborgar með hersveitir sínar og tók borgina á
sitt vald 20. sept. 1870, meðan Vatikan-fundurinn sat enn á
rökstólum og átti sér einskis ills von. Lét konungur þegar
fara fram atkvæðagreiðslu um það um alt páfaríkið, hvort
íbúar þess vildu sameinast konungsríkinu fíalíu, og var það
samþykt með nálega öllum atkvæðum. Eftir það settist kon-
ungur að í »Kvirinalhöllinni«. Þar lauk til fulls öllum verald-
legum yfirráðum páfans. Á næsta ári voru að vísu gefin út
hin svokölluðu »öryggislög«. Þar var páfinn viðurkendur
fullvaldur, og væri því ekki að álíta sem þegn hin sítalska
konungsríkis, þótt hann væri maður landlaus. En sem full-
valdur getur hann samið við sendiherra útlendra þjóða og
haft sinn eigin ritsíma, og sem yfirmanni kirkjunnar er honum
frjálst að leggja endanlegan úrskurð á alt, sem kirkjuna varðar.
Loks voru páfa úrskurðaðar 3V4 miljónir franka sem árlegur
lífeyrir og gefin heimild til að nota Vatikanhöllina og Lateran-
höllina með öllum þeim söfnum, sem þær hafa að geyma.
Sern ekki var að furða, mótmælti Píus IX. páfi harðlega
þessum ráðstöfunum sem farandi í bág við Guðs og manna
lög, og neitaði að þiggja hinn árlega lífeyri, sem honum hafði
verið boðinn. Til sannindamerkis um, að hann viðurkendi ekki
stofnun konungsríkisins Ítalíu, fyrirbauð páfi öllum ítölskum
mönnum katólskum að taka þátt í stjórnmálum með því að
neyta kosningarréttar síns við kosningar til fulltrúaþingsins.
Upp frá þessu og fram til 1929 hafa páfarnir enda verið ófáan-
legir til þess nokkuru sinni að stíga fæti sínum út fyrir Vati-
kan-höllina. Með því hafa þeir viljað gera það öllum katólsk-
um lýð Ijóst, að staðgöngumaður Krists og höfuð kirkjunnar
hér á jörðu væri >fangi í Vatikan-höllinni« og vekja með því