Prestafélagsritið - 01.01.1930, Side 116
Prestafélagsritió.
Rómversk-katólska kirkjan.
107
maður og átti sæti í ríkisþinginu, gjörði í ræðu, sem hann
flutti í sambandi við lögin um skólaeftirlitið, grein fyrir ment-
unarástandinu í alkatólskum löndum og komst að þeirri nið-
urstöðu, að katólska kirkjan væri ekki lengur neitt menningar-
vald. Hann lagði áherzlu á, að það kirkjustríð, sem hér
væri hafið, væri barátta fyrir aukinni menningu og því 6ann-
kölluð menningarbarátta, og lét þá von í ljós, að með því að
heimta fullkomnari mentun af prestaefnum, og þá sérstaklega í
almennum vísindum, mætti takast að losa þá úr ánauð páfa-
fylgis-stefnunnar.
En öll þessi »menningarbarátta« var unnin fyrir gýg. Ár-
angur hennar varð gagnstæður því, er ætlast hafði verið
til. Hun varð til þess að æsa allan almenning, sem var
fiersamlega á bandi páfafylgismanna, og til að styrkja katólska
miðflokkinn (»Centrum«) þýska, sem upp frá þessu stóð sem
einn maður, átti hinn katólska hluta þjóðarinnar óskiftan að
baki sér og gat treyst fylgi hans til hvers sem vera skyldi,
ef það aðeins miðaði að því, að efla katólskan sið og vald
páfa innan hinnar katólsku kristni.
Þar kom þá og um síðir, að bæði Bismarck og keisarinn
óskuðu friðar, enda var íhaldsmönnum mótmælenda hætt að
lítast á blikuna. Og sjálfur var Bismarck tekinn að fjarlægjast
Wna frjálslyndu þjóðernissinna og hneigjast meir og meir að
afturhaldinu. —
IV.
Óðara en Píus IX. páfi var dáinn (1878) og Leó XIII.
(t 1903) hafði sezt á Pétursstól, var á báðar hliðar farið að
vinna að því, að sættir kæmust á. Leó páfi var fús til að
samþykkja, að biskupar tilkyntu stjórninni aliar veitingar presta-
kalla. Ýmis af lögum þeim, sem Ðismarck hafði sett, þegar
baráttan stóð sem hæst, voru smám saman feld úr gildi. Af
lögum þessum voru það lögin um borgaralega hjónabandið,
Um eftirlitið með skólunum og um útlegð kristmunka, sem
^engu að standa. Þó voru kristmunkalögin feld úr gildi á
heimsstyrjaldarárunum. Árið 1882 komst aftur á sendiherra-