Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 124
Pr®slafélagsritiB.
Rómversk-kafólska kirkjan.
115
legour mikla áherzlu á meinlæti og Maríu-íilbeiðslu. Annari
eins blóðföku hafði katólska kirkjan ekki orðið fyrir síðan
um siðabót. —
Þó var enn ísjárverðari fyrir rómversku kirkjuna andblástur
sá gegn páfafylgisstefnunni, sem á síðasfa áratug 19. aldar
var vakinn af hinni svonefndu „moafern/s/a“-hreyfingu í siða-
bótaátt. Þessi modernista-hreyfing gerði vart við sig meðal
katólskra manna bæði í Þýzkalandi, Frakklandi, Englandi og
Vesturheimi. Okirkjuleg vildi hún ekki vera eða fjandsamleg
í garð rómversku kirkjunnar. Miklu fremur var hún mótuð af
lifandi samúð með kirkjunni og sterkri frú á guðdómlega köllun
hennar, samfara einlægri sannfæringu um, að framtíð róm-
versku kirkjunnar væri öll komin undir því hvaða afstöðu
hún tæki til nútíðarmenningarinnar. Án þess að víkja úf af
BÖgulegum grundvelli sínum verði katólska kirkjan að tileinka
sér sem mest hún megi af menningu nutímans, einkum af
vísindum hans (biblíurannsókn, þekkingargagnrýni Kants o.
þessh.), og ætla trúarlegri sannfæringu einstaklingsins meira
svigrúm en hingað til. Þá muni henni hægra um vik að inna
af hendi sem andlegur leiðtogi mannkynsins það, sem henni
sé ætlað af Guði. Vilji hún það ekki, þá eigi hún ekki annað
fyrir hendi en að sökkva sífelt dýpra ofan í hið andlega getu-
leysi, sem þegar sé tekið að bóla á. Leó XIII. var, sem vita
mátti, andvígur þessari umbótahreyfingu. En hann hafði farið mjög
gæfilega í dómum sínum um hana, svo að enda báðir máls-
aðilar gátu tekið sér orð hans til inntektar. En Píus X. var
enginn vitmaður á við Leó og brast hvern neista samúðar
með hreyfingunni eða skilning á því, hvernig hún væri til
komin. Hann var alveg á valdi gamaltrúaðra íhaldsguðfræðinga
af kristmunka- og grábræðrareglum, vildi drepa niður með
valdi öllum umbótaröddum og gaf út hvert páfabréfið á fætur
öðru á móti hreyfingunni, sem í hans augum var einber villa.
Á Þýzkalandi höfðu síðustu þrjá áratugi 19. aldar komið
fram allmargir katólskir guðfræðingar, sem reynt höfðu að
sameina hvað öðru stranga fasthéldni við móðurkirkjuna og
óhlutdræga vísindalega rannsókn, og því mætti kalla braut-