Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 125
116
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
ryðjendur »modernista«-hreyfingarinnar. Má þar nefna menn
eins og kirkju- og listasagnfræðinginn F. X. Kraus í Frei-
burg, er reit sögu hinnar kristilegu listar (f 1901), kirkju-
sagnfræðinginn F. X. Funk í Tiibingen (f 1907) o. fl. En
um eiginlega »modernista*-stefnu er þó ekki að ræða fyr en
guðfræðingurinn Hermann Schell í Wiirsburg (f 1907) kemur
til sögunnar. Á árunum 1897—99 gaf hann út hvert ritið á
fætur öðru, til að sýna hve djúpt sokkin rómverska kirkjan
væri í andlegu tilliti og hver þörf henni væri á umbótum á
grundvelli nútíma-vísindanna. En rit hans voru sett á skrá
fyrirboðinna bóka og höfundinum þröngvað til að beiðast
vægðar, en ófáanlegur var hann þó til að taka nokkuð aftur af
því, sem hann hafði haldið fram. Aðrir guðfræðingar, t. a. m.
Albert Ehrhard í Strassburg, hafa síðar haldið fram skoðun-
um Schells og reynt að vinna þeim fylgi, en verið gætnari.
Enn þá róttækari varð modernista-síefnan í Frakklandi.
Þar hafði Ernest Renan (f 1892) rutt henni braut að nokk-
uru leyti með riti sínu »Um uppruna kristindómsins* (einkum
þó fyrsta bindi þess um »æfi Jesú«). Að vísu vantaði mikið
á, að þar væri um ábyggileg vísindi að ræða; »æfi Jesú« var
öllu nær því að vera skáldskapur, en framsetningin heillaði
menn, því að rithátturinn var eins og hann getur beztur verið
úr frakkneskum penna. Engu að síður varð þetta ritverk
Renans til þess að vekja athygli manna á hinum vísindalegu
biblíurannsóknum. Jafnvel kirkjulegir tignarmenn hölluðust að
þessari stefnu. Mignot erkibiskup í Albi flutti 1901 ræðu
þegar opnaður var á ný háskóli í Toulouse, þar sem hann
hélt því fram, að guðfræðin væri fulltrúi hinnar leitandi kirkju;
hún yrði að hafa fult frelsi, einnig til þess að láta sér mis-
sýnast; því að það saki ekki katólskan mann, þar sem hið
óskeikula kensluembætti sé ávalt búið til að leiðrétta misfell-
urnar. Hann viðurkendi heimildagreininguna í Mósebókunum
og fagnaði hinni »empirisku« vísindaaðferð. Hann hélt þvt
fram, að veruleikinn stæði óhreyfður, þótt skýringarnar á
honum færu sín í hvora átt. Hann tók til dæmis trúna á
hjálpræðisgildi dauða Krists. Fornkirkjan hefði litið svo á, að