Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 135
126
Ásmundur Guðmundsson:
PresiafélagsritiO.
að engu tali tók. Þannig áttu t. d. söfnuðirnir um alt Snæ-
fellsnes sunnanvert að láta sér nægja einn prest, og dóm-
kirkjupresturinn í Reykjavík skyldi þjóna Lágafellssókn og Við-
eyjar. Sú sameining komst þó hvorug á, en annarsstaðar hafa
lögin smámsaman verið að komast í framkvæmd, að öðru en
því, að Bolungarvík hefir orðið sérstakt prestakall. Þannig
höfum vér Ijós dæmi þess fyrir augum, hversu erfitt er að
fjölga aftur prestaköllum, hvað sem liður vilja einstakra
safnaða, sé þeim fækkað á annað borð.
Og enn er hugsað til fækkunar prestakalla og hennar
mikillar. Vms laus prestaköll hafa, eins og kunnugt er, ekki
verið auglýst til umsóknar, svo að búast má við lagafrum-
varpi um samsteypur innan skamms. Ástæður munu einkum
taldar þessar:
1. Prestslaunin eru óhæfilega lág. Þau verður að bæta. En
eina ráðið til þess er (eins og fyr) að fækka prestunum,
og leggja það fé, sem við það sparast, ofan á laun þeirra,
er eftir verða.
2. Utvarpsstöð er að komast á laggirnar. Menn eignast
móttökutæki um land alt. Guðsþjónustum verður varpað
út og erindum um andleg mál. Það mun bæta söfnuð-
unum það upp, þótt guðsþjónustum verði fækkað í kirkj-
um þeirra.
3. Fjölmenn kennarastétt hefir komið upp í landinu við hlið
prestanna. Hún hefir tekið að sér nokkurn hlutann af
fræðslustarfi þeirra. Þar af leiðandi er hlutverk þeirra
orðið minna en áður, og þeim má fækka.
4. Samgöngur hafa batnað. Vegakerfi breiðist meir og meir
um landið. Ár eru brúaðar. Sveitir og héruð tengjast
nánar en fyr. Bílar létta víða ferðalögin, svo að menn
geta farið á 1—2 klst. vegalengd, sem áður var dagleið
eða meira. Til þessa verður að taka tillit við skipun
prestakallanna. Þau hljóta sum að mega stækka.
Á prestslaunin mun ég síðar minnast sérstaklega. En ráðið
til bóta er ótækt með öllu. Um tvær aldir hefir alt af verið
að fækka prestunum. Vmsir mætir menn hafa stuðlað að því