Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 145
136
SigurSur Einarsson:
Prestafélagsritið.
í raun og veru má svo 6egja, að það sé kristin kirkja,
sem í gegnum aldirnar hefir haft með höndum trúarbragða-
fræðslu ungra og gamalla. f katólskum löndum var það svo
til forna og er það reyndar sumstaðar enn þá, að kirkjunnar
menn beittu sér einkum fyrir skólahaldi. Skólarnir voru trúar-
bragðaskólar. Guðfræðin var húsmóðirin og aðrar fræðigreinar
voru kendar að svo miklu leyti, sem þær virtust geta þjónað
henni og stutt hana. Nú er þessu öllu annan veg farið.
Fræðigreinarnar eru orðnar fleiri, sem skylt þykir að leggja
stund á, og markmið skólanna margvíslegra. Þar sem kristin
trúarbrögð eru kend í skólum, verður þess nú óvíða vart, að
þau sé talin til höfuðnámsgreina hvorki í orði né á borði.
Þau eru aukanámsgrein, sem skólarnir kenna samkvæmt þar
að Iútandi lögum, en oft mjög að óvilja kennaranna.
En frá því að börnin eru skírð, eru þau í raun og veru
meðlimir kirkjunnar, og hefir hún um leið tekist á hendur
ábyrgðina á því, að þau fái trúarlega fræðslu og kristilegt
uppeldi. Til þess að gegna því starfi skipar kirkjan 3 til 5
menn, og leggur þeim á herðar sem heilaga skyldu að annast
um, að barnið megi, »er það vex upp, halda sér við Krist,
eins og það er nú fyrir skírnina gróðursett í honum«. Þeita
er nú fremur óljóst orðað, eins og raunar fleira í helgisiða-
bók þjóðkirkjunnar. En með því að fram er tekið, að guð-
feðgin skuli vera »guðhræddir og ráðvandir menn«, þykir
mega álykta, að með þessu sé ætlast til að tryggja það, að
barnið verði fyrir lífsáhrifum, sem svari til kristilegra trúar-
og siðgæðishugsjóna, og sérstökum mönnum falið að annast
um að svo verði. Nú vita allir, hvernig farið hefir um þessa
ráðstöfun. Það mun nú vera orðið harla fágætt, að guðfeðgin
láti til sín taka uppeldi barnsins á einn eða annan hátt. Þau
eru kirkjunni ekki lengur nein trygging fyrir því, að barnið
»haldi sér við Krist«, er það vex upp. Foreldrarnir gera í
þessum efnum eftir því, sem skapferli þeirra og þekking og
alúð nær til. Síðan tekur skólinn við börnunum og er svo til
ætlast, að hann bæti þar nokkru við. Hvað það er hér á landi,
má sjá á námsskrá þeirri, sem fræðslumálastjórnin gaf út fyrir