Prestafélagsritið - 01.01.1930, Síða 147
138
Sigurður Einarsson:
Presttfélágsritiö.
legt takmark skólans er í því rólgíS, að kenna nemendunum
ákveðið fræðsluefni. Sú var tíðin, að það þótti mestu varða.
En sú tíð er löngu liðin. Fræðistagl eldri tíma samsvarar
engan veginn þeim kröfum, sem nú eru gerðar til skólans
sem uppeldisstofnunar, þar sem farið sé ræktandi höndum
um alla persónu nemandans, vitsmuni hans, starfsgetu og
mannkosti. I nútímaskólanum stendur engin námsgrein ein-
angruð þannig, að henni sé gerð full skil með því að numið
sé efni þeirra bóka, sem um hana fjalla, og skilað í kenslu-
stund. í nútímaskólanum er þekkingar leitað um ákveðin at-
riði, en jafnan í þjónustu einhvers hærri tilgangs, t. d. til
þess að geta leyst af hendi ákveðið starf, til þess að fá skiln-
ing á einhverju ákveðnu fyrirbrigði. Þekkingarleitin er land-
nám hugans til þess að gera sér lífið og umhverfi sitt undir-
gefið og rata til réttrar breytni og heilsusamlegrar sem ein-
staklingur og félagsvera.
Og þar sem nú svo er komið, að aðrir starfshættir þykja
ekki hlýða, þá er um er að ræða landafræði, sögu og eðlis-
fræði, hversu miklu fremur mundi þá ekki vera slíks að
krefjast, þegar um er að ræða kristindómsfræðslu. Þetta er
svo augljóst mál, að ekki þarf orðum að því að eyða. Því
varla mun því verða neitað, að kristindómsfræðslan ætti að
taka meira til persónu, skapgerðar og breytni nemandans, en
saga og eðlisfræði. Skóli, sem tekst á hendur kristindóms-
fræðslu, tekst þar með á hendnr að gerast að einhverju leyti
staðgengill kirkjunnar um uppfóstur kristinna manna. Þetta
hlutverk hlýtur að eiga sinn þátt í að móta uppeldisfræðilegt
markmið skólans. Það markmið er allsherjarsumma þess
árangurs, sem leitast er við að ná með skólastarfinu — því
markmiði eiga öll störf, allar athafnir, allir starfshættir skól-
ans að þjóna, og það þykir engis nýtt eða lítils, sem ekki
má þar einhverju til vegar koma. Fyrir því er það, að skóli,
sem tekur að sér kristindómsfræðslu barna, hlýtur að skoða
nemendur sína í sambandi við eiíif markmið, og haga öllu
starfi sínu út frá því, — skynja þá »sub specie aeternitatis*,
og leggja þeim viðfangsefnin á herðar í samræmi við þá