Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 163
154
Sigurður Einarsson:
Prestafélagsritiö.
stund við einhvern erlendan úrvalsskóla með þessu sniði, t.
d. Odenvald, llsenburg eða einhverja aðra.
Að vísu yrðu það ekki nema stærri skólar, sem tekið gætu
slíka menn. Víða væri nægilegt, að til væri einn slikur
maður. í Reykjavík yrðu þeir að vera fleiri, eftir því sem
þörf sýndi.
Trúarbragðakennarinn verður að hafa fullkomið frjálsræði
urn stundafjölda sinn. Hann verður að hafa frjálsræði til þess
að kynna sér alla kensluna og starfið í skólanum til þess að
geta sniðið starfsemi sína í samræmi við það, og sneytt hjá,
að mótsagnir myndist milli trúarbragðafræðslunnar og annarar
fræðslu, eins og nú á sér oft stað. Hann verður að skapa
sér glöggva þekkingu á þeim áhrifum, sem barnið verður fyrir
í skólanum, og til þess þarf hann frjálsræði.
Með þessu sjálfdæmi um starf sitt og aðferðir verður starf
þessa kennara eitt hið mesta trúnaðarstarf, sem hugsast getur.
Tök hans á börnunum mundu strax verða þess nokkur vottur,
hvort hann væri starfi sínu vaxinn. Ennfremur mundu prest-
arnir, sem taka við börnunum til fermingarundirbúnings, fljótt
geta sagt til þess, hvernig þetta fyrirkomulag gæfist, að svo
miklu leyti, sem þeir leggja ekki sjálfir „kvantitativan“ mæli-
kvarða á trúar- og siðþroska barnanna. Mér er ljóst, að
ýmsir örðugleikar eru á að gera þetta, þar sem skólinn að
öðru leyti starfar á alt öðrum grundvelli. Það verður t. d. að
vera á valdi skólastjóra, hvort krefjast skuli einhvers auka-
náms af þeim, sem alls ekki vilja sinna trúarbragðafræðslunni
með þessu lagi, og þá hvers. Og margt er það fleira, sem
hér kemur til álita. En óhætt held ég, að mér sé að fullyrða
það, að háski sá, sem af því stafar að gera þessa tilraun eða
áþekka, muni aldrei verða stórum meiri en sá, sem nú stafar
af harðla ófullkomnum starfsaðferðum. Auk þess væri hér
lagt inn á uppeidisfræðilega tilraunaleið, sem leiða mætti til
þess, að margt nytsamt kæmi í Ijós, og er oss sem öðrum
full þörf á því.
Þetta er orðið 6vo langt mál, að hér verður að láía staðar
numið að sinni, og er þó margt óljósara en ég hefði óskað.